„Það þorir enginn að anda á hann“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Það virðist vera þannig að Páll Gunn­ar [Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins] og Sam­keppnis­eft­ir­litið séu kom­in með ógn­ar­stjórn yfir sam­fé­lagið. Það þorir eng­inn að anda á hann.“

    Þetta seg­ir Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, í ít­ar­legu viðtali við Dag­mál, streymi Morg­un­blaðsins. Guðmund­ur neitaði sem kunn­ugt er að verða við kröfu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um starf­semi Brims, en sama krafa var send á um 30 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að beiðni mat­vælaráðuneyt­is­ins eins og fjallað hef­ur verið um í Morg­un­blaðinu.

    Í viðtal­inu er Guðmund­ur meðal ann­ars spurður um það af hverju Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) mót­mæltu ekki fyrr­nefndri kröfu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Þá rek­ur Guðmund­ur jan­framt rök áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála sem sneri við ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að leggja dag­sekt­ir á Brim auk þess sem því er velt upp hvaða hlut­verki stjórn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins lék í mál­inu.

    Hér í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan má sjá brot út viðtal­inu þar sem komið er inn á þetta.

    Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyr­ir neðan.

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina