Gæti annað allri orkuþörf heimila

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir vill láta reyna á hvort íslenskar fjölskyldur …
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir vill láta reyna á hvort íslenskar fjölskyldur geti gerst orkuframleiðendur og orkusalar. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Þetta er rétti tím­inn þar sem við erum al­veg að verða búin að inn­leiða snjall­mæla á öll heim­ili svo það er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að hvert heim­ili ger­ist sín eig­in orku­veita,“ seg­ir Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Talið snýst um fýsi­leika­könn­un á stuðningi við upp­bygg­ingu sól­ar­sella á reyk­vísk­um heim­il­um en Ragn­hild­ur mun leggja til­lögu fram á morg­un þess efn­is að borg­ar­stjórn beini því til stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur að skoða fýsi­leika þess að styðja við upp­setn­ingu sól­ar­sella á heim­il­um.

„Kveikj­an að þess­ari hug­mynd var að maður tek­ur mikið eft­ir því er­lend­is hve mikið þetta er að fær­ast í auk­ana, til dæm­is hve mikið Norðmenn eru að gefa í í þess­um efn­um, þeir áttuðu sig á því að eft­ir­spurn­in eft­ir orku og þörf­in vex á stig­veld­is­hraða og til þess að anna þess­ari þörf og ná orku­skipt­un­um þurfa þeir bara all­ar hend­ur á plóg. Það var eig­in­lega kjarn­inn í þess­ari til­lögu,“ seg­ir borg­ar­full­trú­inn.

Kröft­ugri, hag­kvæm­ari og harðgerðari

Eft­ir því sem fram kem­ur í grein­ar­gerð með til­lög­unni þyrfti sam­kvæmt út­reikn­ing­um Samorku að byggja því sem nem­ur þrem­ur Kára­hnjúka­virkj­un­um til að ná full­um orku­skipt­um á landi, sjó og í lofti og sé þá ekki meðtal­in áætluð orkuþörf hins al­menna markaðar og stór­not­enda í framtíðinni. Seg­ir svo:

„Til lengri tíma litið er nauðsyn­legt að huga að fjölg­un virkj­ana sem og bygg­ingu vind­myll­ug­arða. Slík­um fjár­fest­ing­um fylg­ir þó hár stofn­kostnaður og upp­bygg­ing þeirra get­ur tekið lang­an tíma. Aft­ur á móti hafa örar tækni­fram­far­ir í gerð sól­ar­sella gert þær mun kröft­ugri, harðgerðari og hag­kvæm­ari en áður og í krafti fjölda húsþaka má koma uppi öfl­ugu neti sól­ar­sella með mikla fram­leiðslu­getu á til­tölu­lega stutt­um tíma. Því er það orðið sí­fellt út­breidd­ara er­lend­is að yf­ir­völd séu með eitt­hvers kon­ar niður­greiðslu­kerfi til að styðja við kaup íbúa á sól­ar­sell­um bæði til einka­nota og til að selja fram­leidda um­framorku aft­ur inn á al­menn dreifi­kerfi.“

Ragn­hild­ur borg­ar­full­trúi seg­ir þenn­an mögu­leika, sól­ar­sell­ur á húsþökum, geta nýst vel í allri flór­unni af orku­fram­leiðslu­mögu­leik­um. Fjöl­skyld­ur, eða stak­ir íbú­ar eft­ir at­vik­um, geti þar með orðið ekki ein­göngu orku­not­end­ur held­ur einnig orku­sal­ar.

Norðmenn gætu fram­leitt 3,3 tera­vött

„Þetta er svo­lítið spenn­andi, auðvitað eru sveifl­ur í þessu eins og öðru en það eru all­ir að hjálp­ast að við að koma orku­skipt­un­um í fram­kvæmd og það er þannig sem þú nærð bestu lausn­inni, þegar all­ir eru með,“ seg­ir Ragn­hild­ur og bend­ir á að ekki þyrfti nema fá­ein­ar sól­ar­selluþynn­ur á þak til að anna allri orkuþörf meðal­heim­il­is að jól­um meðtöld­um.

„Norðmenn reiknuðu út um það bil hvert flat­ar­mál húsþaka lands­ins er og komust að því að með sól­ar­sell­um á þök­un­um gæti þjóðin í raun fram­leitt 3,3 tervött á klukku­stund og sparað sér einn og hálf­an bill­j­arð kolt­ví­sýr­ings­gilda í los­un á ári. Og þetta er bara í norsk­um þökum svo hvað eig­um við inni í ís­lensk­um þökum?“ spyr Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir borg­ar­full­trúi að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina