Leikkonan Jodie Turner-Smith hefur sótt um skilnað við leikarann Joshua Jackson eftir tæplega fjögurra ára hjónaband.
Turner-Smith sótti um skilnað síðastliðinn mánudag en skráði dagsetningu sambandsslita hjónanna sem 13. september 2023.
Í skjölum sem Page Six hefur undir höndum nefnir leikkonan óásættanlegan ágreining sem orsök skilnaðarins. Þá fer hún fram á sameiginlegt forræði yfir þriggja ára gamalli dóttur þeirra, Janie.
Turner-Smith og Jackson kynntust árið 2018 í afmælisveislu leikkonunnar og trúlofuðu sig tæplega ári síðar. Þau gengu í það heilaga í lágstemmdu brúðkaupi í desember 2019 og eignuðust dóttur í apríl 2020.