Á leynilegu stefnumóti í Lundúnum

Alex Scott og Jess Glynne eru sagðar vera að stinga …
Alex Scott og Jess Glynne eru sagðar vera að stinga saman nefjum. Samsett mynd

Knatt­spyrn­u­stjarn­an Alex Scott og söng­kon­an Jess Glynne eru sagðar hafa verið að stinga sam­an nefj­um und­an­farna mánuði. 

Mynd­ir náðust af Scott og Glynne á stefnu­móti í Lund­ún­um á dög­un­um, en heim­ild­ir Daily Mail herma að þær séu afar ham­ingju­sam­ar og hafi viljað halda sam­band­inu fjarri sviðsljós­inu til að byrja með. 

Vildu ekki flýta sér í sam­band­inu

Scott og Glynne mættu báðar á frum­sýn­ingu Net­flix heim­ild­ar­mynd­ar Beckham-fjöl­skyld­unn­ar síðastliðið þriðju­dags­kvöld en stilltu sér ekki upp sam­an á mynd. Heim­ild­armaður Sun seg­ir þær hafa farið hægt af stað í sam­band­inu, en þær hafi ekki viljað flýta sér né op­in­bera sam­bandið of snemma. 

„En þær eru par núna og virðast mjög ánægðar. Þær eru báðar sterk­ar, sjálf­stæðar kon­ur með sam­eig­in­lega ástríðu og virðingu fyr­ir starfs­ferli sín­um og styðja hvor aðra frá hliðarlín­unni,“ út­skýrði heim­ild­armaður­inn. 

mbl.is