Langheitasti september frá upphafi

Strandgestir í Scheveningen í Hollandi.
Strandgestir í Scheveningen í Hollandi. AFP/Robin Utrecht

Síðastliðinn mánuður var lang­heit­asti sept­em­ber frá upp­hafi mæl­inga, að sögn Kópernikus­ar, lofts­lags­stofn­un­ar ESB.

Yf­ir­borðshita­stig hans mæld­ist 16,38 stig, sem var 0,93 stig­um fyr­ir ofan meðal­hita mánaðar­ins á ár­un­um 1991 til 2020 og 0,5 stig­um hærra en þegar síðasta hita­met var slegið árið 2020.

Reiknað er með því að árið 2023 verði jafn­framt það heit­asta frá upp­hafi mæl­inga.  

mbl.is