Síðastliðinn mánuður var langheitasti september frá upphafi mælinga, að sögn Kópernikusar, loftslagsstofnunar ESB.
Yfirborðshitastig hans mældist 16,38 stig, sem var 0,93 stigum fyrir ofan meðalhita mánaðarins á árunum 1991 til 2020 og 0,5 stigum hærra en þegar síðasta hitamet var slegið árið 2020.
Reiknað er með því að árið 2023 verði jafnframt það heitasta frá upphafi mælinga.