Munu sækja langt inn á hertekin svæði

ATACMS-vopnakerfið er af sérfræðingum talið afar banvænt, en Úkraínumenn fá …
ATACMS-vopnakerfið er af sérfræðingum talið afar banvænt, en Úkraínumenn fá bráðum slíkar flaugar afhentar með klasasprengjuoddi. AFP/Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu

Banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið Pentagon seg­ist reiðubúið til að senda lang­dræg­ar eld­flaug­ar, svo­nefnd­ar ATACMS, til Úkraínu. Hægt sé að hefja flutn­ing á þeim án taf­ar, ein­ung­is sé nú beðið eft­ir end­an­legri ákvörðun Banda­ríkja­for­seta. Flaug­arn­ar verða bún­ar klasa­sprengju­oddi og munu geta hæft skot­mörk í allt að 300 kíló­metra fjar­lægð, eða djúpt inn á her­tek­in svæði Úkraínu. En hvað eru eig­in­lega ATACMS og við hverju má bú­ast eft­ir af­hend­ingu þeirra?

Vopna­kerfið ATACMS, sem er skamm­stöf­un fyr­ir það sem á ensku nefn­ist Army Tactical Missile System, var hannað af banda­ríska vopna­fram­leiðand­an­um Lockheed Mart­in seint á ní­unda ára­tugn­um. Í mik­illi ein­föld­un má lýsa kerf­inu á þá leið að um sé að ræða eina fjög­urra metra langa stýrif­laug sem hýst er inni í kassa­laga skot­hólki. Stýrif­laug­ina má út­búa með ólík­um sprengi­hleðslum, s.s. klasa­sprengj­um, og skot­hólkn­um má koma fyr­ir á sömu vögn­um og hýsa eld­flauga­kerf­in HIMARS og MLRS. Bæði þessi vopna­kerfi eru þegar kom­in í notk­un á víg­völl­um Úkraínu. ATACMS-kerfið er margreynt í vopnuðum átök­um, þykir afar ná­kvæmt og er stýrt af bæði GPS og inn­byggðri tölvu­stýr­ingu.

Eft­ir að ATACMS-flaug hef­ur verið sleppt rís hún þegar hátt til lofts og tek­ur stefn­una á skot­mark sitt. Á leið sinni þangað get­ur flaug­in breytt flug­hæð og stefnu skyndi­lega en slíkt ásamt mikl­um flug­hraða flæk­ir mjög vinnu loft­varna­sveita. Skömmu áður en ATACMS nær skot­marki sínu stór­eyk­ur hún flug­hraða og tek­ur skarpa dýfu. Sam­hliða þessu byrj­ar stýrif­laug­in að hring­snú­ast og opn­ast í kjöl­farið. Og það er þá sem um 300 smá­sprengj­ur, svo­nefnd­ar M74, losna og dreifast yfir skot­markið með skelfi­leg­um af­leiðing­um.

Berja þarf á Krímskaga

Vest­ræn­ir hernaðarsér­fræðing­ar eru sam­mála um mikla getu ATACMS-kerf­is­ins til að granda óbryn­vörðum skot­mörk­um með klasa­sprengju­oddi. Telja þeir mikl­ar lík­ur á því að Úkraínu­her muni nota kerfið til að sprengja upp loft­varna­kerfi Rússa, öku­tæki, eldsneyt­is­geymsl­ur og fót­gönguliða. Flug­vél­ar og þyrl­ur á jörðu niðri eru einnig sagðar afar lík­leg skot­mörk.

Með vel heppnaðri ATACMS-árás á Sakí-herflug­völl á Krímskaga yrði hægt að lama al­ger­lega flugsveit­ir Svarta­hafs­flota Rúss­lands. Fyrri loft­árás­ir Úkraínu á völl­inn hafa eyðilagt eða ónýtt um helm­ing flug­flot­ans. Hernaðarsér­fræðing­ar benda á að Rúss­ar geymi herflug­vél­ar og -þyrl­ur sín­ar á opn­um svæðum flug­vall­ar­ins. Sprengju­held flug­skýli séu ekki til staðar. Öflug ATACMS-árás gæti því auðveld­lega gjör­eytt þeim loft­för­um sem standa á vell­in­um og mikl­ar lík­ur eru á að eld­haf og spreng­ing­ar myndu í kjöl­farið stór­skemma mik­il­væga innviði flug­vall­ar­ins.

Ben Hod­ges, fyrr­ver­andi yf­ir­maður herafla Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) í Evr­ópu, seg­ir mik­il­vægt nú að berja linnu­laust á Krímskaga. Leggja ætti of­urá­herslu á dag­leg­ar loft­árás­ir á her­skip Svarta­hafs­flot­ans við Sevastopol og Sakí-flug­völl.

„Tak­ist Úkraínu­mönn­um að end­ur­heimta Krímskaga eða minnst koma í veg fyr­ir að Rúss­ar geti at­hafnað sig þar, þá vinna þeir þetta stríð,“ sagði hann í viðtali við Deutsche Welle og benti á að land­sókn Úkraínu­hers hefði það mark­mið að skera á land­leiðina til Krímskaga.

„Þegar búið er að skera á land­leiðina, annaðhvort með sprengjuregni eða her­námi, þá er ekk­ert eft­ir nema Kert­sj-brú­in. Og þá er Krímskagi kom­inn í klípu. Öll gagn­sókn­in hef­ur það að marki að ein­angra Krímskaga, gera hann ónot­hæf­an og að lok­um frelsa. Lyk­ill­inn að þessu öllu sam­an eru lang­dræg vopna­kerfi, til að mynda ATACMS-eld­flaug­ar,“ sagði hann.

mbl.is