Opnar sig um viðbjóðslega hluti úr hjónabandinu

Mel B er hamingjusöm með unnusta sinn Rory McPhee.
Mel B er hamingjusöm með unnusta sinn Rory McPhee. FRAZER HARRISON

Fyrr­ver­andi Kryddpí­an Mel B er ham­ingju­söm með unn­usta sinn Rory McP­hee, en hún seg­ist aldrei hafa upp­lifað jafn mikið sjálfs­ör­yggi og með hon­um. Þá seg­ir hún fyrr­ver­andi eig­in­mann sinn hafa kallað sig ljót­um og sær­andi nöfn­um. 

„Þetta hef­ur tekið mig mörg ár, en ég er ör­ugg­ari með sjálfa mig en nokkru sinni fyrr núna og ég er með maka sem seg­ir mér að hann elski mig og seg­ir að ég sé fal­leg á hverj­um degi,“ sagði söng­kon­an í viðtali við Sun

Mel B og McP­hee trú­lofuðust í októ­ber 2022, en hún seg­ir unn­usta sinn hafa gengt stóru hlut­verki í að end­ur­byggja sjálfs­álit henn­ar. „Að vera með manni sem elsk­ar mig, vera með fjöl­skyld­unni minni, eiga trausta og ást­ríka vini – það hjálp­ar allt,“ bætti hún við. 

„Þú sérð speg­il­mynd af því sem þér er sagt“

Í viðtal­inu tal­ar hún einnig hrein­skiln­is­lega um erfiða hluti úr fyrra hjóna­bandi henn­ar og kvik­mynda­fram­leiðand­ans Stephen Bela­fonte, en þau voru gift á ár­un­um 2007 til 2017. Hún hef­ur áður sagt frá hræðileg­um hlut­um úr hjóna­bandi þeirra, en árið 2017 opnaði hún sig fyrst um hrotta­legt heim­il­isof­beldi sem hún varð fyr­ir af hálfu Bela­fonte.

„Hann sagði: „Þú lít­ur út fyr­ir að vera göm­ul,“ „þú lít­ur út fyr­ir að vera feit,“ „Guð, þú ert svo ljót,“ „hand­legg­irn­ir þínir eru slapp­ir“ viku eft­ir viku. Á viss­an hátt eru þessi um­mæli eins og rign­ing. Þau síast beint inn í þig, þau skola í burt sjálfs­traust­inu, sjálfs­vit­und þinni og þegar þú lít­ur í speg­il sérðu ekki sterka, ham­ingju­sama konu – þú sérð speg­il­mynd af því sem þér er sagt, „feit, ljót, göm­ul ... einskis virði“,“ rifjaði söng­kon­an upp. 

Þrátt fyr­ir að hafa verið áber­andi í sviðsljós­inu frá því hún skaust á stjörnu­him­in­inn með Kryddpí­un­um á tí­unda ára­tugn­um og fengið allskon­ar mis­fal­leg um­mæli seg­ist hún ekki hafa verið til­bú­in fyr­ir gagn­rýni Bela­fonte á lík­am­legt út­lit sitt.

Með þykk­an skráp úr sviðsljós­inu

„Ég hef verið í aug­um al­menn­ings frá því ég var ung­ling­ur svo maður fær þykk­an skráp þegar fólk kem­ur með viðbjóðsleg um­mæli,“ sagði hún. „Mun­ur­inn er þegar ein­hver sem þú ert gift­ur, ein­hver sem er ætlað að elska, virða og meta þig, ein­hver sem þú deil­ir heim­ili og lífi með, byrj­ar að rífa þig niður. Þá er það mjög, mjög öðru­vísi.“

Mel B hef­ur áður talað um hrylli­lega hluti sem áttu sér stað í hjóna­band­inu, en árið 2017 opnaði hún sig um hrotta­legt heim­il­isof­beldi sem hún varð fyr­ir af hálfu Bela­fonte

Fram kem­ur á vef Page Six að Bela­fonte hafi neitað ásök­un­um um and­legt og lík­am­legt of­beldi.

mbl.is