Persónuvernd ekki með í ráðum við athugun SKE

Samkeppniseftirlitið.
Samkeppniseftirlitið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Per­sónu­vernd fékk hvorki er­indi frá Sam­keppnis­eft­ir­liti (SKE) né mat­vælaráðuneyti vegna hinn­ar ólög­mætu at­hug­un­ar SKE á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Þetta kem­ur fram í svari stofn­un­ar­inn­ar við spurn­ingu Morg­un­blaðsins um hvort leitað hafi verið til henn­ar um leiðbein­ingu eða til­sjón við at­hug­un­ina.

At­hug­un SKE fólst m.a. í að óska upp­lýs­inga frá 29 stærstu fyr­ir­tækj­un­um í sjáv­ar­út­vegi, um nöfn stjórn­ar­manna, vara­stjórn­ar­manna og helstu stjórn­enda, alla viðskipta­samn­inga, hlut­hafa­skrá og hvernig hlut­haf­ar hefðu greitt at­kvæði á hlut­hafa­fund­un­um. Þar á meðal eru al­menn­ings­hluta­fé­lög, svo þar ræðir um gögn yfir hagi og breytni þúsunda ein­stak­linga nái at­hug­un­in fram að ganga.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: