Persónuvernd ekki með í ráðum við athugun SKE

Samkeppniseftirlitið.
Samkeppniseftirlitið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Persónuvernd fékk hvorki erindi frá Samkeppniseftirliti (SKE) né matvælaráðuneyti vegna hinnar ólögmætu athugunar SKE á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við spurningu Morgunblaðsins um hvort leitað hafi verið til hennar um leiðbeiningu eða tilsjón við athugunina.

Athugun SKE fólst m.a. í að óska upplýsinga frá 29 stærstu fyrirtækjunum í sjávarútvegi, um nöfn stjórnarmanna, varastjórnarmanna og helstu stjórnenda, alla viðskiptasamninga, hluthafaskrá og hvernig hluthafar hefðu greitt atkvæði á hluthafafundunum. Þar á meðal eru almenningshlutafélög, svo þar ræðir um gögn yfir hagi og breytni þúsunda einstaklinga nái athugunin fram að ganga.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: