„Stórt umhverfisslys“ sem mun hafa afleiðingar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og loftlagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og loftlagsráðherra. mbl.is/Óttar

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is- og loft­lags­ráðherra, seg­ir að slysaslepp­ing­ar strokulaxa úr sjókví­um Arctic Fish, sem hafa mengað út frá sér, muni hafa af­leiðing­ar. Ráðherr­ann und­ir­strikaði mik­il­vægi þess að sýna sam­stöðu í þágu sjálf­bærni og nátt­úru í er­indi sínu á sam­stöðufundi á Aust­ur­velli í dag.

„Stóra málið er þetta. Það sem var varað við hef­ur gerst. Við þurf­um að horf­ast í augu við það að hér varð stórt um­hverf­is­slys og við þurf­um að taka það al­var­lega. Um­gjörðin um þessa at­vinnu­grein, eins og á við um aðrar at­vinnu­grein­ar, verður að vera þannig að við get­um treyst því að hún valdi ekki skaða í nátt­úr­unni,“ seg­ir hann.

Ekki sé hægt að láta eins og um­hverf­is­slys hafi ekki orðið þegar seint í ág­úst­mánuði fór að bera á strokulaxi í ám nærri sjókví­um Arctic Fish.

mbl.is/Ó​ttar

Verður að vera hægt að treysta á að slys verði ekki 

„Hér er mætt­ur gríðarleg­ur fjöldi fólks alls staðar af land­inu til þess að gefa þau skila­boð um að við þurf­um að vera sjálf­bær og huga að ís­lenskri nátt­úru og það eru mjög góð skila­boð.“

Þarf að auka eft­ir­lit?

„Þetta um­hverf­is­slys verður auðvitað að hafa af­leiðing­ar. Það seg­ir sig sjálft. Við get­um ekki látið eins og þetta hafi ekki gerst. Við þurf­um að geta treyst því að um­gjörðin í þess­ari at­vinnu­grein verði þannig að við sjá­um ekki um­hverf­is­slys því að stærsta ógn­in við líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika er mik­ill fjöldi er­lendra fiska í þess­um kví­um og við verðum að geta treyst því að það valdi eng­um skaða.“

mbl.is