Framtíð rannsókna á vistheimilum óræð

Hörgársveit kallaði eftir að vistheimilið á Hjalteyri yrði tekið til …
Hörgársveit kallaði eftir að vistheimilið á Hjalteyri yrði tekið til rannsóknar árið 2021. Ekki liggur þó fyrir hvort úttekt verði gerð. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Ill meðferð barna og ung­linga á vöggu­stof­um og vistheim­il­um á árum áður er svart­ur blett­ur í sögu okk­ar Íslend­inga. Skýrsl­ur sem m.a. vistheim­ila­nefnd, Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferðar­mála og nú síðast nefnd um vöggu­stof­ur hafa unnið varpa skýru ljósi á það hvernig op­in­bert eft­ir­lit brást hundruðum barna og ung­linga í tugi ára.

Ómögu­legt er að bæta fyr­ir það tjón sem fólk hef­ur hlotið af völd­um vist­ar á þess­um stofn­un­um og heim­il­um, og hafa fjöl­marg­ir látið lífið langt fyr­ir ald­ur fram. Stjórn­völd hafa þó brugðist við m.a. með út­tekt­um á heim­il­un­um og greiðslu sann­girn­is­bóta í kjöl­farið.

Vilja hverfa frá rann­sókn­um

Sam­kvæmt gild­andi for­seta­úrsk­urði um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna fer dóms­málaráðuneytið með mál­efni sann­girn­is­bóta. Það gæti þó breyst á þessu kjör­tíma­bili þar sem for­sæt­is­ráðuneytið er með í smíðum frum­varp til al­mennra laga um sann­girn­is­bæt­ur og hef­ur sett fram­lagn­ingu þess á þing­mála­skrá en málið var af­greitt úr rík­is­stjórn föstu­dag­inn 29. sept­em­ber.

Sam­kvæmt skrif­legu svari for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins er hugs­un­in að baki þeirri laga­setn­ingu að hverfa sem mest frá ein­stök­um rann­sókn­um á til­tekn­um vistheim­il­um og út­greiðslu bóta vegna slíkra rann­sókna í fram­hald­inu, og setja þess í stað al­menna lög­gjöf þar sem þeir sem telja að á sér hafi verið brotið af hálfu op­in­berra aðila geta hver og einn sótt um, fengið mat á umkvört­un­ar­efni sínu og loks greidd­ar sann­girn­is­bæt­ur eft­ir at­vik­um.

Þau sem dvöldu sem börn á vistheim­ili og hafa ekki átt rétt á sann­girn­is­bót­um, m.a. þar sem ekki er búið að rann­saka eða gera út­tekt á heim­il­um sem þau voru á, fagna því ef­laust að geta mögu­lega brátt átt mögu­leika á bót­um.

Eft­ir sit­ur þó spurn­ing­in: Verður erfiðara að knýja á um frek­ari heild­stæðar út­tekt­ir á vistheim­il­um með samþykkt frum­varps­ins?

Rann­sókn­ir og út­tekt­ir á vistheim­il­um eru bæði tíma­frek­ar og kostnaðasam­ar, svo ekki sé minnst á þann sárs­auka sem fylg­ir því fyr­ir þá sem þar dvöldu að rifja upp and­legt, lík­am­legt og jafn­vel kyn­ferðisof­beldi sem þau urðu fyr­ir í æsku. Engu að síður þykja mörg­um þær nauðsyn­leg­ar til að gera upp sárs­auka­fulla fortíð og fá viður­kenn­ingu á því of­beldi sem þau urðu fyr­ir með op­in­ber­um hætti.

Eitt þeirra heim­ila sem fyrr­ver­andi vist­börn og fleiri hafa kallað eft­ir að verði gerð út­tekt á er vistheim­ilið á Hjalteyri í Hörgár­sveit, áður Arn­ar­nes­hreppi, sem hjón­in Ein­ar og Bever­ly Gísla­son starf­ræktu árin 1972 til 1979.

Hjalteyri til skoðunar?

Haustið 2021 stigu fram ein­stak­ling­ar sem höfðu dvalið á Hjalteyri og lýstu miklu harðræði af hálfu hjón­anna og grófu of­beldi sem þau höfðu orðið fyr­ir, m.a. lík­am­legu of­beldi og kyn­ferðisof­beldi.

Hátt ákall var eft­ir frek­ari rann­sókn á vistheim­il­inu, m.a. frá sveit­ar­fé­lag­inu Hörgár­sveit.

Jón Gunn­ars­son, þáver­andi dóms­málaráðherra, skipaði að lok­um starfs­hóp í des­em­ber 2021 um Hjalteyri sem hafði það hlut­verk að afla nauðsyn­legra gagna og upp­lýs­inga um starf­semi heim­il­is­ins svo unnt væri að taka ákv­arðanir um hvort og með hvaða hætti starf­sem­in yrði tek­in til frek­ari rann­sókn­ar og þá hver aðkoma viðkom­andi sveit­ar­fé­laga skyldi vera.

Hóp­ur­inn skilaði niður­stöðum til ráðherra í mars 2022. Í skýrslu hóps­ins, sem hef­ur ekki verið gerð op­in­ber en Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, voru lagðar fram tvær til­lög­ur. Sú fyrsta var að ráðherra leggi fram drög að frum­varpi sem inni­fel­ur til­lög­ur um nauðsyn­leg laga­fyr­ir­mæli svo unnt sé að hefja form­lega könn­un á því hvernig rekstri heim­il­is­ins var háttað og afla nýrra gagna frá stofn­un­um og ein­stak­ling­um sem dvöldu eða störfuðu á heim­il­inu.

Önnur til­lag­an kvað á um að að lok­inni form­legri könn­un og viðtöl­um við þá ein­stak­linga sem dvöldu eða störfuðu á Hjalteyri mæli ráðherra fyr­ir frek­ari út­t­víkk­un á lög­um nr. 47/​2010 um sann­girn­is­bæt­ur fyr­ir mis­gjörðir á stofn­un­um eða heim­il­um til að skapa vett­vang til frá­sagn­ar fyr­ir þá ein­stak­linga sem sæta þurftu dvöl á slík­um heim­il­um sem féllu und­ir eft­ir­lit barna­vernd­ar­yf­ir­valda.

Í des­em­ber á síðasta ári lagði ráðherra fram drög að frum­varpi í sam­ráðsgátt um sann­girn­is­bæt­ur fyr­ir mis­gjörðir á vistheim­il­inu á Hjalteyri. Í drög­un­um að frum­varp­inu er stjórn­völd­um heim­ilað að greiða sann­girn­is­bæt­ur til þeirra sem urðu fyr­ir mis­gjörðum á heim­il­inu. Tekið er fram að skýrsla starfs­hóps­ins og fyrri um­fjöll­un vistheim­ila­nefnd­ar styðji við þær frá­sagn­ir sem komið hafi upp, þ.e. að ein­stak­ling­ar hafi sætt illri meðferð og of­beldi á heim­il­inu. Í sam­ráðsgátt­inni seg­ir þó að ekki sé tal­in ástæða til að leggja í jafn ít­ar­leg­ar og tíma­frek­ar út­tekt­ir á heim­il­inu og gerðar voru á tíma vistheim­ila­nefnd­ar.

Þess ber að geta að frum­varpið náði ekki fram að ganga en þrátt fyr­ir ít­rekaðar fyr­ir­spurn­ir Morg­un­blaðsins, til bæði dóms­mála- og for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, ligg­ur ekki fyr­ir hvort end­an­leg ákvörðun hafi verið tek­in um frek­ari út­tekt á vistheim­il­inu.

mbl.is