Framtíð rannsókna á vistheimilum óræð

Hörgársveit kallaði eftir að vistheimilið á Hjalteyri yrði tekið til …
Hörgársveit kallaði eftir að vistheimilið á Hjalteyri yrði tekið til rannsóknar árið 2021. Ekki liggur þó fyrir hvort úttekt verði gerð. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Ill meðferð barna og unglinga á vöggustofum og vistheimilum á árum áður er svartur blettur í sögu okkar Íslendinga. Skýrslur sem m.a. vistheimilanefnd, Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála og nú síðast nefnd um vöggustofur hafa unnið varpa skýru ljósi á það hvernig opinbert eftirlit brást hundruðum barna og unglinga í tugi ára.

Ómögulegt er að bæta fyrir það tjón sem fólk hefur hlotið af völdum vistar á þessum stofnunum og heimilum, og hafa fjölmargir látið lífið langt fyrir aldur fram. Stjórnvöld hafa þó brugðist við m.a. með úttektum á heimilunum og greiðslu sanngirnisbóta í kjölfarið.

mbl.is