Bjarni brosmildur á þingflokksfundi

Frá upphafi fundarins í dag.
Frá upphafi fundarins í dag. mbl.is/Eyþór

Þingflokksfundir Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna fara núna fram í Alþingishúsinu. 

Bjarni Benediktsson, sem sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í gær, er viðstaddur fund sjálfstæðismanna og brosti hann breitt er ljósmyndari mbl.is smellti myndum af fundargestum.

mbl.is/Eyþór

Að sögn þingflokksformanna bæði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í morgun stóð til að ræða hefðbundin þingstörf en ekki nýjustu vendingar eftir að Bjarni sagði af sér embætti. 

Þingflokkur Framsóknarflokksins í Alþingishúsinu í dag.
Þingflokkur Framsóknarflokksins í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Eyþór
Bjarni Benediktsson á leið á fundinn.
Bjarni Benediktsson á leið á fundinn. mbl.is/Eyþór
mbl.is