Framsókn fundaði tvívegis í gær

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, …
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, yfirgefa Stjórnarráðið í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingflokkur Framsóknarflokksins fundaði tvívegis í gær eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í gærmorgun.

Fyrst fundaði flokkurinn í hádeginu og svo aftur seinnipartinn. 

„Það var farið yfir atburði dagsins og næstu hugsanlegu skref. Það er þétt samtal vegna þessa og formaðurinn upplýsir okkur reglulega ef eitthvað er,” segir Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokksins.

Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Ingibjörg Ólöf Isaksen.

Þingflokkurinn fundar næst klukkan 13 í dag og segir Ingibjörg þar vera á ferðinni hefðbundinn þingflokksfund. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næst verður fundað sérstaklega um stöðu mála vegna afsagnar Bjarna.

mbl.is