Í Frakklandi geta allir keypt vínekru

Írönsk athafnakona, Marjane Jangoo, safnar vínberjauppskerunni af skika sínum í …
Írönsk athafnakona, Marjane Jangoo, safnar vínberjauppskerunni af skika sínum í Suðvestur-Frakklandi. Hún býr svo til úr þeim rauðvín eftir fornri aðferð frá Persíu. Engar hömlur eru á kaupum útlendinga á jörðum í Frakklandi, og enginn veit hvaða sniðuga nýsköpun og verðmætasköpun kann að spretta upp úr því. AFP/Christophe Archambault

Það gildir meira að segja um okkar snjallasta og vandaðasta fólk að það er hægara sagt en gert að hafa vit fyrir öðrum og erfiðast af öllu að reyna að hafa vit fyrir markaðinum.

Murray Rothbard gerði þessu skil í framhjáhlaupi í stuttri ritgerð frá árinu 1992. Ritgerðin fjallaði um hvaða leið þjóðir Austur-Evrópu og íbúar fyrrverandi Sovétríkjanna ættu að fara til að segja skilið við sósíalismann og ríkisafskiptin og koma í staðinn á starfhæfum kapítalisma og frjálsum markaði.

Rothbard var frjálshyggjumaður af róttækustu sort og ráðleggingar hans eftir því, svo engan ætti að furða að ekkert ríki skyldi fylgja ráðleggingum hans upp á hár. Hitt blasir samt við þegar við skoðum síðustu þrjá áratugi í baksýnisspeglinum að Eystrasaltsríkin, sem gengu lengst í því að frelsa hagkerfi sín og samfélög, bera í dag höfuð og herðar yfir hin gömlu sovétlöndin.

mbl.is