Fjöldadráp á íbúum Ísraels var markmiðið

Þetta fólk er í hópi þeirra sem myrtir voru af …
Þetta fólk er í hópi þeirra sem myrtir voru af vígamönnum Hamas í ísraelska bænum Sderot. Engum var hlíft, ekki einu sinni ungbörnum. AFP/Oren Ziv

Meginmarkmið árásar vígasamtaka Hamas var að myrða eins marga íbúa Ísraels og kostur var og valda útbreiddum ótta í samfélaginu. Þau mannrán á saklausu fólki sem fylgdu í kjölfar ódæðanna miklu voru skipulögð og eiga að flækja aðgerðir Ísraelshers (IDF) og styrkja samningsstöðu Hamas í hugsanlegum viðræðum. Vilji Ísraelsmenn nú taka yfir fulla stjórn á Gaza-svæðinu, verjast ógnum frá Vesturbakkanum, Líbanon og Sýrlandi blasir við langt og erfitt stríð. Átökin munu ekki einungis snerta sveitir IDF heldur mun efnahagur Ísraels skaðast líka.

Er þetta á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðahermálastofnunarinnar í Lundúnum (International Institute for Strategic Studies, IISS). Stofnunin er í hópi þeirra virtustu á heimsvísu.

mbl.is