Fjöldi tillagna fyrir aðalfundi smábátaeigenda

Tillögur um breytingar á tilhögun strandveiða eru áberandi í tillögum …
Tillögur um breytingar á tilhögun strandveiða eru áberandi í tillögum sem liggja fyrir aðalfundi Landssambands smábátaeigenda. mbl.is/Eggert

Aðal­fund­ur Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS) hófst á hót­el Reykja­vík Natura í gær og liggja fyr­ir fund­in­um fjöl­marg­ar til­lög­ur frá aðild­ar­fé­lög­um um mál­efni smá­báta. Áber­andi eru til­lög­ur að breyt­ing­um á fyr­ir­komu­lagi strand­veiða en nokk­ur sam­hljóm­ur er um að krefjast þess að öll­um bát­um verði tryggðir 48 veiðidag­ar eins og upp­haf­lega var lagt upp með þegar kerf­inu var komið á.

Meðal til­lagna um strand­veiðar er að finna kröfu um að all­ur strand­veiðiafli skuli seld­ur á fisk­mörkuðum, að strand­veiðitíma­bilið verði lengt úr því að vera maí til ág­úst í mars til októ­ber, að herða þurfi reglu­verk til að koma í veg fyr­ir að aðilar geti verið með fleiri en einn strand­veiðibát og að strand­veiðibát­um verði gefið færi á að landa afla sem und­ir­máls- og VS-afla.

Smábátaeigendur ræða tillögur sínar á aðalfundi sínum í dag. Myndin …
Smá­báta­eig­end­ur ræða til­lög­ur sín­ar á aðal­fundi sín­um í dag. Mynd­in er tek­in á aðal­fundi Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda á síðasta ári. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Einnig eru fyr­ir fund­in­um til­lög­ur um að banna loðnu­veiðar með flottrolli, að tog­veiðar á grunn­slóð verði bannaðar, að byggðakvóta verði aðeins út­hlutað til báta minni en 15 metra og að hval­veiðar verði heim­il­ar.

Bú­ist er við líf­leg­um umræðum á fund­in­um í dag, ekki síst um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða, en frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra þess efn­is fékkst ekki af­greitt á síðasta þingi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: