Frændurnir í Húsasmiðjunni sem urðu óvænt TikTok-stjörnur

Þeir Alexander Björnsson og Halldór Snær Óskarsson hafa slegið rækilega …
Þeir Alexander Björnsson og Halldór Snær Óskarsson hafa slegið rækilega í gegn á TikTok-reikningi Húsasmiðjunnar. Samsett mynd

Þeir Al­ex­and­er Björns­son og Hall­dór Snær Óskars­son starfa í máln­ing­ar­deild Húsa­smiðjunn­ar. Þeir eru hins veg­ar eng­ir venju­leg­ir starfs­menn, en þegar þeir eru ekki að aðstoða fólk við val á máln­ing­ar­vör­um bregða þeir sér í hlut­verk grín­ista og taka upp bráðfyndna sketsa fyr­ir TikT­ok-reikn­ing Húsa­smiðjunn­ar sem hafa slegið ræki­lega í gegn.

Al­ex­and­er og Hall­dór, eða Dóri eins og hann er oft­ast kallaður, byrjuðu báðir að vinna í Húsa­smiðjunni árið 2017 og segj­ast hafa myndað þar „eitrað duo“ frá fyrsta degi. Fyrstu kynni þeirra voru þó ekki í máln­ing­ar­deild Húsa­smiðjunn­ar.

„Hann Dóri er stóri „litli“ frændi minn. Ég man eft­ir því þegar ég var lít­ill hvað mér þótti alltaf gam­an að vera með stóra frænda mín­um, enda var hann svo skemmti­leg­ur að leika við mann og búa til allskon­ar rugl. Hann varð því fljótt upp­á­halds­frændi minn,“ seg­ir Al­ex­and­er. 

„Ég er níu árum eldri en Al­ex­and­er, en þrátt fyr­ir það varð hann strax upp­á­halds­frændi minn. Hann hef­ur alltaf verið hress og já­kvæður og það er alltaf hægt að plata hann í eitt­hvað rugl,“ seg­ir Dóri.

Dóri og Alexander hafa verið miklir vinir frá því þeir …
Dóri og Al­ex­and­er hafa verið mikl­ir vin­ir frá því þeir voru litl­ir.

„Aðallega eitt­hvað sem okk­ur finnst fyndið og skemmti­legt“

Fyr­ir rúmu ári síðan kom upp sú hug­mynd á markaðsdeild Húsa­smiðjunn­ar að stofna TikT­ok-reikn­ing í sam­starfi við Egil Árna Bachmann sem hafði áður komið að vin­sæl­um TikT­ok-fyr­ir­tækja­reikn­ing­um. Hug­mynd­in var að fá hresst starfs­fólk inn­an­húss til að koma að hug­mynda­vinn­unni með Agli og leika í mynd­bönd­un­um.

Síðan þá hef­ur reikn­ing­ur­inn þró­ast og er í dag með yfir 14 þúsund fylgj­end­ur sem bíða spennt­ir eft­ir nýj­um sketsum.

„Áður en við fór­um að gera sketsa á TikT­ok höfðum við gert ým­is­leg atriði og sketsa fyr­ir brúðkaup, af­mæli og slíkt, þá aðallega fyr­ir vina­fólk og fjöl­skyldu. En það var ekk­ert sem við gáf­um út,“ segja þeir.

Al­ex­and­er, Dóri, Eg­ill og fleira starfs­fólk Húsa­smiðjunn­ar hitt­ast á tveggja vikna fresti í versl­un Húsa­smiðjunn­ar í Skútu­vogi eft­ir lok­un þar sem tekn­ir eru upp skets­ar fyr­ir TikT­ok. „Við ger­um allskon­ar sketsa, t.d. úr at­vik­um sem við höf­um lent í, aug­lýs­ing­ar, eitt­hvað sem er að „trenda“ eða end­ur­ger­um gamla sketsa. En við ger­um aðallega eitt­hvað sem okk­ur finnst fyndið og skemmti­legt,“ segja þeir.

„Oft­ast eru það Eg­ill og Dóri sem koma með hug­mynd­ir að sketsum og svo vinn­um við þetta öll sam­an. Hug­mynd­irn­ar eru oft mis góðar enn við hjálp­umst öll að við að gera þær betri,“ seg­ir Al­ex­and­er. 

Skemmti­leg­ast þegar skets­an­ir eru ekki of út­pæld­ir

En hvernig skets­ar eru að fá mesta at­hygli?

„Skets­arn­ir sem fá mesta at­hygli eru þeir skets­ar sem við erum ekki að tala í held­ur not­um hljóð eða lög sem eru að trenda, en það virðist ná til fleira fólks,“ seg­ir Al­ex­and­er. Hon­um þykir skemmti­leg­ast að gera sketsa sem eru ekki of út­pæld­ir.

„Skets­ar sem Al­ex­and­er er í fá mesta at­hygli. Hann er ekk­ert eðli­lega fal­leg­ur, enda er þetta frændi minn,“ seg­ir Dóri. „Ég elska að gera sketsa þar sem Al­ex­and­er þarf að lyfta mér upp. Hann er ekk­ert eðli­lega sterk­ur,“ bæt­ir hann við. 

Yfir millj­ón áhorfa á einni helgi

Frænd­urn­ir segj­ast vera ánægðir með viðbrögðin við sketsun­um og viður­kenna að þau hafi komið þeim á óvart. „Fólk er að taka miklu bet­ur í þetta en við vor­um að bú­ast við. Það kem­ur líka fyr­ir að við fáum viðskipta­vini sem kann­ast við okk­ur af TikT­ok, en það er alltaf gam­an þegar það ger­ist,“ segja þeir. 

„Eitt skipti fór­um við til dæm­is sam­an í há­deg­is­mat og það kom lít­il krútt­leg stelpa að borðinu okk­ar og sagðist vera að fylgja okk­ur á TikT­ok. Þetta var í fyrsta skipti sem ein­hver sagði eitt­hvað við okk­ur um TikT­ok-skets­ana í per­sónu. Dóri byrjaði á að þakka henni kær­lega fyr­ir stuðning­inn á meðan ég var al­veg gáttaður og var ekki viss hvort ég ætti að knúsa hana eða gefa henni fröllu,“ seg­ir Al­ex­and­er hlær.  

„Það kom líka skemmti­lega á óvart þegar eitt mynd­bandið fór á flug og fékk á mjög stutt­um tíma, eða á einni helgi, yfir millj­ón áhorfa um all­an heim. Síðan þá hafa flest okk­ar mynd­bönd fengið tugþúsunda áhorfa sem er geggjað,“ bæt­ir hann við að lok­um.

mbl.is