Fundur hafinn á Þingvöllum

Bjarni Benediktsson við komuna til Þingvalla skömmu fyrir hádegi.
Bjarni Benediktsson við komuna til Þingvalla skömmu fyrir hádegi. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ríkisráðsfundur á morgun þannig í síðasta lagi þá, kannski fyrr,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, spurður hvenær vænta megi fregna um mögulegar breytingar á ráðherraembættum vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Getgátur hafa verið uppi um að Bjarni og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra muni eiga stólaskipti. Þá er einnig möguleiki á að umfangsmeiri breytingar verði á ráðherraskipan. Ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

Fundur er hafinn í Snorrabúð á Þingvöllum.
Fundur er hafinn í Snorrabúð á Þingvöllum. mbl.is/Árni Sæberg

Verkefnin aðeins öðruvísi

Fundur stjórnarflokkanna á Þingvöllum hófst fyrir skömmu. Rúta var leigð undir ráðherrana og þingmenn flokkanna sem rann í hlaðið rétt fyrir klukkan 12.

Fundurinn var skipulagður fyrir mörgum mánuðum en samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins verða þar tekin fyrir málefni sem hafa verið rædd í starfshópum, einkum mál sem hafa borið í milli í áhersl­um flokk­anna. Má þar nefna út­lend­inga­mál og orku­mál, en einkum verður staða efna­hags­mála, aðgerðir til að vinna bug á verðbólgu og hús­næðismál til um­fjöll­un­ar.

„Kannski eru verkefnin aðeins öðruvísi en þau voru fyrir stuttu,“ segir Sigurður Ingi spurður um dagskrá fundarins.

Hvað búist þið við að fá út úr þessum fundi?

„Við skulum sjá í lok dags.“

Fjölmennur fundur sem bæði ráðherrar og þingmenn taka þátt í.
Fjölmennur fundur sem bæði ráðherrar og þingmenn taka þátt í. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is