Kallar matvælaráðherra stalínista

Kristján Loftsson reiknar ekki með að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar …
Kristján Loftsson reiknar ekki með að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar og boðar nýja hvalaafurð, töflur gegn járnskorti. mbl.is/Árni Sæberg

„Eig­um við að snæða há­deg­is­verð, borðarðu hval­kjöt?“ hef­ur blaðamaður breska dag­blaðsins Guar­di­an eft­ir Kristjáni Lofts­syni, gjarn­an kennd­um við Hval hf, í viðtali með fyr­ir­sögn­inni Við get­um haldið áfram til ei­lífðarnóns: síðasti hval­veiðimaður Íslands. Viðtalið fer vita­skuld fram á Þrem­ur Frökk­um, veit­ingastað sem löng­um hef­ur haft hval­kjöt á mat­seðli sín­um.

„Sam­lík­ing­ar við hina helteknu sögu­hetju Moby Dick, Ahab skip­stjóra, eru Kristjáni heiður, átt­ræðum manni sem held­ur langreyðaveiðum Íslend­inga gang­andi nán­ast upp á eig­in spýt­ur. Mun and­ófið gegn þess­ari deyj­andi iðju sigra hann að lok­um?“ skrif­ar blaðamaður The Guar­di­an.

Seg­ir hann Kristján hafa synt gegn straumn­um í rúma fimm ára­tugi og haldið veiðunum áfram hvað sem al­menn­ings­áliti, ís­lensku reglu­verki og skoðunum heims­byggðar­inn­ar líður.

Blaðamaður lagði ekki í kæst­an hval

Ísland, Nor­eg­ur og Jap­an séu einu lönd heims­ins sem enn stundi hval­veiðar þrátt fyr­ir bann alþjóðahval­veiðiráðsins við hval­veiðum í at­vinnu­skyni skrif­ar blaðamaður og fer því næst yfir minn­is­verð at­vik í bar­áttu hvalfriðun­ar­sinna á liðnum ára­tug­um, svo sem þegar hval­bát­un­um var sökkt í nóv­em­ber 1986 auk ým­issa árekstra við skipa­flota Grænfriðunga á hafi úti.

Hvalbátarnir marra í kafi í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986.
Hval­bát­arn­ir marra í kafi í Reykja­vík­ur­höfn í nóv­em­ber 1986. Morg­un­blaðið/​RAX

Blaðamaður kveðst ekki hafa lagt í þær hvala­af­urðir sem í boði voru meðan á viðtali stóð, reykt­an, hrá­an og kæst­an hval, en spyr Kristján út í framtíð hval­veiðanna sem nú eigi und­ir högg að sækja hjá ís­lensk­um ráðamönn­um.

„Ég hef eng­ar áhyggj­ur. Ég þekki fólkið hér og ég þekki póli­tík­ina bet­ur en marg­ur. Ég reikna ekki með að þetta verði neitt vanda­mál. Ég þyk­ist þess full­viss að við höld­um til veiða á næsta ári,“ svar­ar Kristján þrátt fyr­ir að fimm ára hval­veiðileyfi hans frá ís­lensk­um stjórn­völd­um renni út í des­em­ber og Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hafi látið í veðri vaka að óvíst sé að leyf­in verði fleiri.

„Ísland hef­ur ekki þörf fyr­ir þetta“

Vitn­ar The Guar­di­an í skrif ráðherra síðan í fyrra er hún spurði hvers vegna Íslend­ing­ar ættu að halda áfram hval­veiðum, sem ekki hafi fært þjóðinni nokk­urn efna­hags­leg­an ávinn­ing, og sölu á vöru sem varla sé nokk­ur spurn eft­ir. „Stalín­isti,“ hef­ur blaðið eft­ir Kristjáni sem dóm hans um mat­vælaráðherr­ann.

„Ísland hef­ur ekki þörf fyr­ir þetta,“ hef­ur The Guar­di­an eft­ir Árna Finns­syni, for­manni Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, sem tel­ur að hval­veiðum Íslend­inga væri lokið ef ekki væri Kristján þar að störf­um. Varp­ar blaðið enn frem­ur fram þeirri töl­fræði að sam­kvæmt ný­legri skoðana­könn­un séu 42 pró­sent Íslend­inga and­víg hval­veiðum en 29 pró­sent fylgj­andi þeim.

Valgerður Árnadóttir er talskona Hvalavina.
Val­gerður Árna­dótt­ir er talskona Hvala­vina. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þá er rætt við Val­gerði Árna­dótt­ur, talskonu Hvala­vina, sem seg­ir Íslend­inga ekki borða hval­kjöt að ráði held­ur sé það selt til Jap­ans sem lúx­us­fæða, hval­veiðiiðnaður­inn beri sig ekki auk þess sem hann valdi tjóni á ferðamannaiðnaði og kvik­myndaiðnaði. „Sum­ir stærstu leik­stjóra og leik­ara ver­ald­ar neita að koma til Íslands með sín verk­efni,“ seg­ir Val­gerður við The Guar­di­an.

Hvala­töfl­ur – viltu þjást af harðlífi og niður­gangi?

Velt­ir blaðamaður því upp að Kristján sé vel stæður, raun­ar einn af auðug­ustu mönn­um lands­ins, og klárt sé því að hon­um sé eng­in þörf á að veiða hvali. „Ef til vill stjórn­ast hann af þrjósku­kenndri and­stöðu við að það sem hann kall­ar „and-allt“-hreyf­ing­una [e. the anti-everything briga­de] sem hann hef­ur lengi átt í útistöðum við og hann spá­ir að næst muni snúa sér að fisk­veiðum, meg­in­stoð ís­lensks efna­hags,“ skrif­ar blaðamaður og bæt­ir því við að Kristján segi hval­veiðar engu grimmi­legri en að Bret­ar veiði hirti og þótt frá því séu und­an­tekn­ing­ar missi flest­ir hval­ir meðvit­und nán­ast strax eft­ir að skutull­inn hæf­ir þá.

Hvalur níu kemur til hafnar í Hvalfirði í ágúst í …
Hval­ur níu kem­ur til hafn­ar í Hval­f­irði í ág­úst í fyrra. mbl.is/Þ​or­geir

Kristján reikni ekki með að ís­lensk stjórn­völd komi til með að banna hval­veiðar, á prjón­un­um hafi hann fram­leiðslu nýrr­ar hvala­af­urðar, frostþurrkaðra taflna sem gæti orðið sú upp­spretta járns sem heims­byggðin þarfn­ist. „Járnskort­ur er helsta heil­brigðis­vanda­mál heims­ins. Viltu þjást af harðlífi og niður­gangi?“ spyr Kristján Lofts­son blaðamann The Guar­di­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina