Ófriður hefur legið í lofti lengi

Stríð eru flók­in fyr­ir­bæri og við, hér norður í ball­ar­hafi, höf­um ekki síðustu 1000 árin eða svo verið inn­an­búðar­menn í slíku, og þótt ein­staka sál­ir hafi flækst eins og óvilj­andi á vett­vang fjarri strönd­um lands­ins, ná þær ekki endi­lega máli sem stríðsmenn. Fjöldi þátt­tak­enda og búnaður slíkra skipt­ir þar nokkru og til eru töl­ur fróðra í þeirri grein um hversu hátt hlut­fall lát­inna og særðra megi una við af hálfu skrif­stofu­manna sem skrá sín­ar skýrsl­ur oft­ast fjarri ógn­um víg­vall­anna.

Lét­um heims­styrj­ald­ir eiga sig

Sem bet­ur fer leidd­um við Íslend­ing­ar heims­styrj­öld­ina fyrri, sem reis þó varla und­ir því nafni, að mestu hjá okk­ur og eng­inn sýndi neinn veru­leg­an áhuga á að véla okk­ur til þátt­töku þar vegna fá­menn­is og búnaðarskorts, enda hefði það verið mik­il fyr­ir­höfn að koma okk­ur í raun­veru­legt skot­færi, eins og þessi heims­styrj­öld þróaðist. Þótt varla megi segja það, þá lá okk­ur um margt frek­ar gott orð til þess­ar­ar heims­styrj­ald­ar, að því leyti til að við höfðum eitt­hvað dá­lítið upp úr því krafsi viðskipta­lega, en höfðum verið prýðilega ein­angraðir fram að því. En hliðarþætt­ir, sem tengj­ast loka­punkt­um þess­ar­ar frægu styrj­ald­ar, höfðu þó frem­ur vont orð á sér hér heima, eins og frosta­vet­ur­inn mikli og spánska veik­in ill­ræmda sem lagðist illa á fólk, ekki síst ungt, og í köld­um hí­býl­um þess tíma varð fátt um varn­ir. En þótt ástæðulaust sé að segja nokkuð gott um veik­ina, þá stoppaði hún þó til­tölu­lega stutt við, en mörg fjöl­skyld­an sat illa særð eft­ir.

Einn gleðirík­asti at­b­urður sem féll til okk­ar, sem þjóðar, hefði við aðrar aðstæður stýrt fagnaði af marg­vís­legu tagi, árum og öld­um síðar, en Full­veldið fór frem­ur hljótt hjá við þess­ar aðstæður og hef­ur verið frem­ur los­ara­lega fagnað á tylli­dög­um síðar. Þannig var fyrsta ald­araf­mæli „Full­veld­is Íslands“ ann­álað fyr­ir hversu lít­il­fjör­leg öll um­gjörð þess var og gleymdu pót­intát­ar að bjóða þjóðinni í það af­mæli af ein­hverj­um skringi­leg­heit­um, verður varla sagt að þjóðin hafi orðið nokk­urs vör og hef­ur það sjálfsagt verið ásetn­ing­ur­inn. Fjöl­miðlar vissu auðvitað sitt­hvað um seinni heims­styrj­öld­ina og Hitler mál­ara. En heim­ur­inn var satt best að segja næsta lengi að láta Þjóðverja vita af því, hvert álit hann hefði á þeim óald­ar­skríl sem hafði lagt það merka land und­ir sig, þannig að ekki varð bet­ur séð, utan frá sem inn­an, en að það lið væri dýrkað sem hefðar­menni og bjarg­vætt­ir. Þannig sáu menn ekk­ert að því að dansa með þegar herra Hitler fékk að baða sig í ljóma Ólymp­íu­leika árið 1936. Þótt ekki hafi öll stór­karla­leg hermd­ar­verk hans þá verið kom­in á há­st­ig illsk­unn­ar, svo séð yrði, þá sást nóg. Og þótt reynt væri að breiða yfir eitt­hvað til hátíðarbrigða, þá gat ekki hafa farið fram hjá mörg­um hvernig þessi merka þjóð var smám sam­an að breyt­ast í skrímsli.

Kom­in í al­fara­leið

Við þurft­um ekki leng­ur að bíða í vik­ur eða mánuði eft­ir að hingað bær­ust stór­frétt­ir sem eng­inn ann­ar hafði áhuga fyr­ir og heim­ur­inn gaf sig ekki að, eins og þær að Jón Sig­urðsson for­seti og frú Ingi­björg væru lát­in í Kaup­manna­höfn. Þótt fram­an af öld­inni nýju væru eng­ir ljósvakamiðlar, með kost­um sín­um og göll­um, þá bár­ust frétta­skeyt­in reglu­lega og drógu smám sam­an úr frétta­legri ein­angr­un. En þótt út­varp hefði verið hér í rúm­an ára­tug, þá viss­um við ekki hverj­ir hefðu her­numið okk­ur fyrr en flot­inn sigldi inn ytri höfn­ina. Þeir voru sjálfsagt til í land­inu sem vonuðu að þar færu Hitler liðþjálfi og hans nót­ar, en það fækkaði þó fljót­lega í þeim fagnaðar­hópi þegar ljóst varð að senni­lega væru Churchill og hans menn þar á ferð, þótt hann kæmi sjálf­ur nokkru síðar á svæðið. Og eft­ir það má segja að hlut­irn­ir hafi gerst hratt. Aðeins átta árum síðar voru Íslend­ing­ar orðnir hluti þess úr­vals­hóps sem stofnaði til mesta hernaðarbanda­lags ver­ald­ar­inn­ar, og vor­um við ára­tug­um á und­an þeim þjóðum sem dratt­ast hafa í Nató síðar. Það þekktu ekki all­ir sinn vitj­un­ar­tíma þá og er svo sem óþarfi að velta lönd­um sín­um, vin­um og kunn­ingj­um upp úr slíku núna. Bréf­rit­ari var rúm­lega eins árs þegar þetta gerðist og verður seint trúað að hann hafi verið einn af áhrifa­völd­um þess­ar­ar tíðar, eins og það heit­ir núna. En mörg­um árum síðar þótti rit­ar­an­um til um það að það var full­trúi Íslands, Thor Thors, sem bar upp til­lög­una í SÞ um stofn­un Ísra­els­rík­is. En það vill gleym­ast að Ísra­el stofnaði ekki sitt ríki eitt og sér. Heim­ur­inn var illa brennd­ur eft­ir tvær heims­styrj­ald­ir og vildi standa öðru­vísi og bet­ur að mál­um en áður, og þar með formbinda mik­il­væg­ar ákv­arðanir með stimpli hinn­ar nýju alþjóðastofn­un­ar.

Fór­um lengi hægt

En fyrstu ald­irn­ar eft­ir land­nám bjugg­um við varla við fram­kvæmda­vald, sem nokkru næmi, enda hafði það, í okk­ar nafni, verið skráð á dýr­mæt skinn að við, sem þá vor­um uppi, vild­um ekki búa við kóngs­yf­ir­vald af neinu tagi, enda var andúðin á slík­um silki­húf­um megin­á­stæða þess að stefn­an var tek­in hingað norðvest­ur­eft­ir í upp­hafi. En svo fór að kóng­ar töldu okk­ur samt vera hluta af sínu inn­búi í átta hundruð ár eða leng­ur. Þá höfðum við kóngs­laus­ir og rit­fær­ir fundið Græn­land og svo Am­er­íku, sem sum­ir hafa gengið út frá að hafi senni­lega verið Man­hatt­an, en sá skagi fékk ekki á sig nokk­urt nafn fyrr en mörg­um öld­um síðar. Indí­án­arn­ir sem voru inn á við í þess­ari miklu álfu sem Leif­ur var svo hepp­inn að finna, með sín hrossa­stóð og fjaðra­skrúð, höfðu ekki hug­mynd um að þessi risa­vaxni hesta­bú­staður sem Leif­ur fann væri týnd­ur.

Osk­ar Wilde hinn orðheppni sagði það forfeðrum okk­ar og -mæðrum á Íslandi til hróss, að þau hefðu fundið Am­er­íku, skrifað það hjá sér í hand­rit­in, en svo haft vit á að týna henni af ásettu ráði aft­ur, aðeins ör­fá­um árum síðar, sem verið hefði snilld­ar leik­ur. Menn létu Græn­land duga á meðan góðærið Global Warm­ing, sem eng­inn nefndi þó á nafn fyrstu 300 árin, hélt svo vel utan um okk­ur uns kuld­inn, sem hef­ur verið eina veður­fyr­ir­bærið sem nokkru sinni hef­ur reynst mann­kyn­inu illa, þótt gervi­v­ís­inda­menn hafi ekki komið auga á það, gang­andi um með þykk gler­in, sand­blás­in og svart­glerjuð, fyr­ir aug­um síðustu 30 árin, en slík­ur tími er ekki tal­inn með í millj­óna­ár­um jarðsög­unn­ar nema af idjót­um. Það góða leyni­makk forfeðranna um Man­hatt­an hefði dugað mann­kyn­inu í ein 500 ár, þar til að Kól­umbus þekkti ekki sinn vitj­un­ar­tíma og hljóp á sig.

Glæp­ur að grípa ekki inn í

Þótt stríð séu oft­ast nær að minnsta kosti ógeðsleg þá er þátt­taka réttra aðila, sem víkja sér ekki und­an ábyrgð og hafa til þess afl, til þess fall­in að færð sé í já­kvæða og þakk­arverða dálk­inn, og megi jafn­vel telj­ast guðsbless­un sem mann­kynið mátti ekki vera án.

Þegar ómennið Hitler tók að láta til sín taka var hann til­tölu­lega fljót­ur að ná alræðis­valdi í land­inu. En lýðræðis­rík­in allt um kring létu ekki til sín taka. Og þá ekki alræðis­rík­in. Stalín hafði látið myrða tugi þúsunda ungra liðsfor­ingja, til að tryggja stöðu sína, og þegar þýska hern­um óx fisk­ur um hrygg varð Jós­ef veru­lega hrædd­ur, því hann átti ekk­ert í Hitler, hvorki með búnaði né fólki. Hann knúði því á um friðarsamn­ing við Hitler sem fipaði sósí­al­ista og komm­ún­ista í Vest­ur-Evr­ópu veru­lega. Sá samn­ing­ur var enn í gildi þegar Hitler gaf her sín­um fyr­ir­mæli um að ráðast inn í Sov­ét­rík­in. Sama dag­inn og her Hitlers fór yfir landa­mær­in gaf Stalín fyr­ir­mæli um að af­henda þýska hern­um olíu í sam­ræmi við „friðarsamn­ing­inn“ til að auka ekki reiði hans.

Vest­ur­lönd­in tóku seint við sér líka. Þau tóku full­an þátt í Ólymp­íu­leik­un­um 1936 sem var einn alls­herj­ar sýn­ing­ar­gluggi fyr­ir Hitler, afl hans og getu. Og sú af­sök­un sem sum­ir notuðu furðu lengi var ber­sýni­lega röng og eins eft­ir á skýr­ing­in um að á þeim tíma hafi Hitler ekki verið bú­inn að sýna á spil­in sín. Aðeins þeir sem vildu ekki sjá gátu haldið því fram.

Bresk­ir fjöl­miðlar kölluðu Churchill stríðsæs­inga­mann þegar hann varaði ít­rekað við og meira að segja mik­ill meiri­hluti flokks­bræðra hans í Íhalds­flokkn­um vildi ekk­ert af hon­um vita. Cham­berlain var fjarri því að vera ein­stæðing­ur í þeim flokki þá.

Íbúa­taln­ing

Íbúar á Gasa­svæðinu eru marg­ir og búa við þröng­an kost. Ham­as-fylk­ing­in, sem er hermd­ar­verka­flokk­ur og ekki hægt að horfa fram hjá því, náði þar völd­um í skjóli fjár og herstuðnings frá Írans­stjórn. Í 17 ár hafa ekki farið fram kosn­ing­ar á Gasa­svæðinu. Hvorki Ham­as né hús­bænd­ur þeirra í Teher­an eru fylgj­andi „tveggja ríkja lausn“ í Ísra­el.

Eft­ir að stjórn­in í Íran taldi sig hafa tryggt sér 6,4 millj­arða doll­ara(!) lausn­ar­gjald fyr­ir fimm fanga sína gaf hún grænt ljós á hina ofsa­fengnu inn­rás í Ísra­el. Hin öfl­uga leyniþjón­usta Ísra­els, Mossad, og aðrar leyniþjón­ust­ur, sem talið er vitað að vinni með henni að mál­um sem eru sam­eig­in­leg, virðast ekki hafa séð aðvör­un­ar­ljósið um það sem var að vænta. Það varð dýr­keypt. Leyniklík­an sem stýr­ir Ham­as ræðir ekki við einn né neinn nema æðstaklerk­inn í Teher­an og hans allra næstu menn. Á Gasa er al­menn­ing­ur einskis spurður. Skól­um, barna­heim­il­um og sjúkra­hús­um og -skýl­um er vilj­andi blandað nærri bygg­ing­um sem hýsa yf­ir­stjórn­arþátt Ham­as.

Það er rétti­lega sagt að Gasa sé þétt­býlt. Þar búi tvær millj­ón­ir manna mjög þröngt, sem er einnig rétt. En það er ekki ein­stætt. Singa­púr er aðeins fá­ein pró­sent af stærð Íslands, en íbú­ar þar eru 16 sinn­um fleiri en á Íslandi! Þar er snyrti­mennska í há­veg­um höfð og lífs­kjör öfl­ug. Hol­land er um 40% af stærð Íslands og íbú­ar þess eru 47 sinn­um fleiri en Íslend­ing­ar! Þar eru mik­il efni og glæsi­leiki. Ísra­el er aðeins 20% af stærð Íslands! Íbúar þar eru 24 sinn­um fleiri en Íslend­ing­ar! Þar er einnig þröng­býlt. Og um þá er setið. Þar var fá­tæk­legt um að lit­ast þegar Sam­einuðu þjóðirn­ar samþykktu 1948 stofn­un Ísra­els. Um það hef­ur verið deilt síðan.

Eng­in ein sögu­skoðun er sjálfsagt hin eina og sanna. Lík­legt er að gyðing­ar hafi verið um þriðjung­ur íbúa við stofn­un lands­ins og þeir hófu landa­kaup. Auðvitað hleypti ákvörðun SÞ veru­leg­um krafti í þjóðar­upp­bygg­ingu í land­inu helga, eins og það hef­ur stund­um verið kallað. Hel­för­in og fram­ganga nas­ista og ótrú­lega lít­ill og lé­leg­ur stuðning­ur vest­rænna ríkja lengi fram­an af olli gyðing­um von­brigðum. Þeir urðu end­an­lega sann­færðir um að þeir verði að eiga nægi­legt afl sjálf­ir til að aðrir veiti þeim extra­styrk­inn sem þarf til að tryggja ör­yggi þjóðar­inn­ar.

mbl.is