Caine sestur í helgan stein

Michael Caine er einn dáðasti leikari í heimi.
Michael Caine er einn dáðasti leikari í heimi. CLEMENS BILAN

Stór­leik­ar­inn Michael Caine seg­ist vera hætt­ur í leik­list. Caine, sem fagnaði níræðisaf­mæli sínu í mars, greindi frá þessu í viðtali við breska rík­is­út­varpið fyr­ir helgi. Leik­ar­inn bætti þó við að maður ætti kannski aldrei að segja aldrei.

Caine hef­ur lengi verið ein skær­asta stjarna Hollywood en fer­ill hans hófst fyr­ir al­vöru árið 1966 í mynd­inni Al­fie. Meðal hans eft­ir­minni­legu mynda eru Hannah and Her Sisters, The Cider Hou­se Ru­les, Dirty Rotten Scoundrels og The Dark Knig­ht-þríleik­ur­inn. 

Caine hef­ur hlotið fjölda verðlauna á ferli sín­um og má þar nefna Bafta, Gold­en Globe og Óskar­sverðlaun­in. 

mbl.is