Gyðingahatur vellur fram á Vesturlöndum

Undanfarnar nætur hafa sum heimili gyðinga í Þýskalandi verið merkt …
Undanfarnar nætur hafa sum heimili gyðinga í Þýskalandi verið merkt með Davíðsstjörnu, í senn ógeðsleg áminning og hótun um helför.

Viðurstyggileg hryðjuverkaárás Hamas á saklausa borgara í Ísrael, þar sem meira en 1.300 féllu, kom ekki aðeins Ísraelsmönnum í opna skjöldu, heldur heimsbyggðinni allri. Athyglin hafði enda ekki verið á Miðausturlöndum um nokkra hríð og sennilega var sú staðreynd ein rót árásarinnar.

Það hreif, annað verður ekki sagt um ómennsk ódæðin þar sem árásir á vöggustofur og leikskóla voru vandlega skipulagðar og engu eirt.

Markmiðið var ljóslega að valda sem mestum dauða og skelfingu, sem gekk betur eftir en Hamas átti von á, en um leið hefur leiðtogunum verið fullljóst að Ísrael myndi svara af fullri hörku. Von þeirra og vina þeirra í Íran sjálfsagt sú að til frekari ófriðar kæmi við landamæri Líbanons og á Vesturbakkanum.

mbl.is