Gyðingahatur vellur fram á Vesturlöndum

Undanfarnar nætur hafa sum heimili gyðinga í Þýskalandi verið merkt …
Undanfarnar nætur hafa sum heimili gyðinga í Þýskalandi verið merkt með Davíðsstjörnu, í senn ógeðsleg áminning og hótun um helför.

Viður­styggi­leg hryðju­verka­árás Ham­as á sak­lausa borg­ara í Ísra­el, þar sem meira en 1.300 féllu, kom ekki aðeins Ísra­els­mönn­um í opna skjöldu, held­ur heims­byggðinni allri. At­hygl­in hafði enda ekki verið á Miðaust­ur­lönd­um um nokkra hríð og senni­lega var sú staðreynd ein rót árás­ar­inn­ar.

Það hreif, annað verður ekki sagt um ómennsk ódæðin þar sem árás­ir á vöggu­stof­ur og leik­skóla voru vand­lega skipu­lagðar og engu eirt.

Mark­miðið var ljós­lega að valda sem mest­um dauða og skelf­ingu, sem gekk bet­ur eft­ir en Ham­as átti von á, en um leið hef­ur leiðtog­un­um verið full­ljóst að Ísra­el myndi svara af fullri hörku. Von þeirra og vina þeirra í Íran sjálfsagt sú að til frek­ari ófriðar kæmi við landa­mæri Líb­anons og á Vest­ur­bakk­an­um.

Ekki má gleyma að Ham­as er ekki þjóðfrels­is­hreyf­ing nema í aðra rönd­ina. Helsta mark­miðið er út­rým­ing gyðinga og Ham­as hef­ur aldrei farið dult með það, þó mál­svar­ar Palestínu­araba á Vest­ur­lönd­um hafi látið vera að tala um það.

Samúð verður hat­ur

Það er hins veg­ar ástæða til þess að staldra við viðbrögð við hryðju­verka­árás­un­um á Vest­ur­lönd­um. Fyrst í stað stigu leiðtog­ar vest­rænna ríkja fram, ít­rekuðu sam­stöðu með Ísra­el og rétt þess til þess að verja sig.

Það þurfti hins veg­ar ekki að bíða lengi eft­ir því að and­stæð sjón­ar­mið væru lát­in í ljósi og það með beitt­ari hætti en flest­ir – jafn­vel Ham­as – hefðu átt von á.

Á Vest­ur­lönd­um náði eng­inn að efna til kertaf­leyt­inga um fórn­ar­lömb Ham­as áður en múslim­ar af ýmsu bergi brotn­ir hömpuðu óhæfu­verk­un­um, líkt og Íslend­ing­ar urðu vitni að í Kast­ljósi Rík­is­út­varps­ins liðinn þriðju­dag þegar Fala­steen Abu Li­bdeh kvaðst fagna árás­un­um.

Und­an­farna daga hef­ur borið á marg­vís­leg­um fagnaðar­lát­um með árás­irn­ar í ýms­um borg­um Evr­ópu, en síðustu daga hafa ágerst mót­mælaaðgerðir gegn fyr­ir­huguðum viðbrögðum Ísra­els­manna og þar fram eft­ir göt­um.

Þar hafa náð sam­an þrjár ærið ólík­ar fylk­ing­ar. Þar ber senni­lega mest á inn­flytj­end­um frá hinum íslamska heimi, en sömu­leiðis hafa nýnas­ist­ar af ýmsu tagi látið til sín taka á ný. Einna mestu kann þó að muna um fjöl­marga vinstri­menn, sem löng­um hafa haft samúð með Palestínuaröb­um og ræktað með sér óbeit á Ísra­el, svo mjög að það er fyr­ir löngu orðinn snar þátt­ur í sjálfsímynd margra vinstrimanna í bland við andúð á vest­ræn­um gild­um al­mennt.

Jafn­vel þannig að gyðinga­hat­ur hef­ur grafið um sig, eins og sannaðist á breska Verka­manna­flokk­inn und­ir stjórn Jeremy Cor­byn, en enduróm­ar í vaðli um að Ham­as eigi í heil­ögu stríði við ný­lendu­stefn­una.

Fras­ar um að hryðju­verkamaður eins sé frels­is­hermaður ann­ars hafa verið þeim svo lengi tam­ir, að þeir leiða ein­hver sví­v­irðileg­ustu hryðju­verk í manna minn­um hjá sér og telja rétt­ara að graf­ast fyr­ir um grunn­or­sak­ir þeirra, helst aft­ur í gráa forneskju. Og seg­ir kannski sína sögu að á á Twitter þótti sum­um þeirra sér sæma að þver­taka fyr­ir að Ham­as-liðar hefðu af­höfðað ung­börn, þeir hefðu bara skotið þau í vögg­un­um.

Gröft­ur gam­als hat­urs

Í næsta mánuði verða liðin 85 ár frá Krist­alls­nótt­inni svo­kölluðu í Þýskalandi 1938, þegar segja má að gyðinga­of­sókn­ir þar í landi hafi orðið op­in­ber­ar, hí­býli og vinnustaðir gyðinga merkt­ir, á þá ráðist og eign­ir skemmd­ar. En ætli nokk­ur hafi átt von á því að árið 2023 myndi það aft­ur ger­ast í Berlín að hús þar sem gyðing­ar búa yrðu merkt með Davíðsstjörn­unni? Og er þá nema von þótt gyðing­ar spyrji hvað komi næst og hvort þeir geti treyst því að stjórn­völd geti eða vilji verja þá?

Það eru raun­ar ekki marg­ir gyðing­ar í Þýskalandi, um 118.000 að talið er, lang­flest­ir inn­flytj­end­ur frá Rússlandi. Það hef­ur ekki held­ur farið hátt (stjórn­völd­um þykir það óþægi­legt umræðuefni), en árás­ir á gyðinga hafa færst mjög í auk­ana frá alda­mót­um.

Það á við í ýms­um Evr­ópu­lönd­um öðrum og raun­ar einnig vest­an­hafs, þó í minni mæli sé. Þar koma inn­flytj­end­ur frá Ar­ab­aheim­in­um oft við sögu, nýnas­ist­ar einnig, en sú breyt­ing hef­ur orðið að æ fleiri eru op­in­ská­ir um andúð á gyðing­um, ekki aðeins gagn­vart Ísra­els­ríki. Þess hef­ur bæði gætt í mót­mæl­um und­an­far­inna daga og á straum­um á fé­lags­miðlum.

Þess sést víðar stað, eins og því að breska fót­bolta­sam­bandið (FA) hafnaði ósk­um um að baða Wembley-bog­ann í ísra­elsku fána­lit­un­um og bannaði raun­ar ísra­elska fána á pöll­un­um líka. Sem er eitt­hvað annað en vant er eft­ir meiri­hátt­ar hryðju­verk, inn­rás­ir eða ódæði og von þó að gyðing­um þyki að um sig gildi enn sérregl­ur.

mbl.is