Pólitískur Paddy hvæsir á borgarstjóra

Kötturinn Paddy hefur vakið talsverða athygli fyrir klæðaburð sinn og …
Kötturinn Paddy hefur vakið talsverða athygli fyrir klæðaburð sinn og pólitíska þátttöku að undanförnu Ljósmynd/Andrew

Kött­ur­inn Padd­ingt­on Bangsi, hef­ur notið mik­illa vin­sælda að und­an­förnu, en hann á yfir eitt þúsund vini á sam­fé­lags­miðlin­um Face­book.

Padd­ingt­on, sem oft er kallaður Paddy, er einnig virk­ur þátt­tak­andi í sam­fé­lag­inu og hef­ur hann verið tíður gest­ur á ýms­um mót­mæl­um að und­an­förnu. 

Á 15 lopa­peys­ur

Andrew, eig­andi Paddy, seg­ir vin­sæld­ir katt­ar­ins eiga ræt­ur sín­ar að rekja til klæðaburðar katt­ar­ins, en hann klæðist gjarn­an lopa­föt­um sem prjónaðar eru af vin­konu Andrew. Þá kem­ur hann sér yf­ir­leitt þægi­lega fyr­ir á öxl Andrew þar sem hann fylg­ist með mann­mergðinni í borg­inni.  

„Ég á sex ketti,“ seg­ir Andrew, en ásamt Paddy á hann kett­ina Pugg­sy, Freddie, Matron, Mupp­et og Chewie. 

Hér má sjá Paddy skarta einni af þeim fimmtán lopapeysum …
Hér má sjá Paddy skarta einni af þeim fimmtán lopa­peys­um sem hon­um hef­ur áskotn­ast í gegn­um tíðina. Ljós­mynd/​Andrew

„Paddy finnst skemmti­legt að fara út og þannig byrjaði þetta. Ég sá mynd á Face­book af ketti með vík­inga­hatt. Síðan prjónaði vin­kona mín svipaðan hatt og Paddy líkaði vel við hann. Síðan fór hún að prjóna peys­ur og nú á hann yfir 15 lopa­peys­ur, þar á meðal eina sem lýs­ir í myrkri,“ seg­ir Andrew. 

Seg­ir nafn katt­ar­ins þýðing­ar­mikið

Nafn Paddy hef­ur til­finn­inga­legt gildi fyr­ir Andrew, en það er til­vís­un í bæk­urn­ar um bangs­ann Padd­ingt­on sem notið hafa mik­illa vin­sælda um all­an heim. 

Andrew og Paddy á göngu síðastliðinn vetur.
Andrew og Paddy á göngu síðastliðinn vet­ur. Ljós­mynd/​Andrew

„Padd­ingt­on bangsi var inn­flytj­andi frá Perú sem flutti til London með eina ferðatösku í fór­um sín­um. Og ég gerði slíkt hið sama þegar ég flutti til Íslands. Hon­um var heilsað með sam­lok­um með mar­melaði á meðan ég fékk sviðahausa og hrút­spunga,“ seg­ir Andrew létt­ur í bragði. 

Fögnuðu af­sögn fjár­málaráðherra með harðfiski

Að sögn Andrew finnst Paddy skemmti­legt að spóka sig í miðborg Reykja­vík­ur og hef­ur hann sótt ýmsa viðburði og mót­mæli í fylgd Andrews. Má þar nefna mó­mæli und­an­far­inn­ar viku gegn fisk­eldi, Druslu­göng­una, Hinseg­indaga og mót­mæli gegn hval­veiðum.

Þá seg­ir Andrew Paddy einnig hafa sterk­ar skoðanir á ís­lensk­um stjórn­mála­mönn­um, en aðspurður seg­ir hann af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hafa vakið mikla lukku á heim­il­inu.  

Að sögn Andrew fengu allir kettirnir hans harðfisk þegar Bjarni …
Að sögn Andrew fengu all­ir kett­irn­ir hans harðfisk þegar Bjarni Bene­dikts­son til­kynnti af­sögn sína í vik­unni. Ljós­mynd/​Andrew

„Þeir fengu all­ir harðfisk í til­efni dags­ins,“ seg­ir Andrew. „Ég er frá Li­verpool og okk­ur lík­ar ekki við íhalds­menn. Við gleym­um því ekki hvað þeir gerðu Bretlandi og ég gleymi því svo sann­ar­lega ekki hvað Bjarni hef­ur gert þess­ari þjóð.“ 

Auk þessa seg­ir Andrew að póli­tísk­ar skoðanir Paddy geri gjarn­an vart við sig í návist Dags B. Eggerts­son­ar, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur. 

„Paddy hvæs­ir alltaf á borg­ar­stjór­ann. Í hvert skipti sem við göng­um fram­hjá hon­um hvæs­ir hann.“

Urðu fyr­ir árás vegna klæðaburðar Paddy

Þó mörg­um finn­ist klæðaburður Paddy skemmti­leg­ur og oft biðji fólk um að fá að taka mynd­ir af þeim fé­lög­um er þeir ganga um göt­ur miðborg­ar­inn­ar, seg­ir Andrew að ekki séu all­ir á sama máli. 

Paddy er mikil félagsvera að sögn Andrew.
Paddy er mik­il fé­lags­vera að sögn Andrew. Ljós­mynd/​Andrew

„Ég hef verið sakaður um dýr­aníð vegna fat­anna sem Paddy klæðist. Einu sinni réðst meira að segja kona á mig og kýldi bæði mig og Paddy vegna þess að kött­ur­inn var klædd­ur í föt,“ seg­ir Andrew. Hann vís­ar þó öll­um slík­um ásök­un­um á bug. 

„Kett­ir gera ekki það sem kett­ir vilja ekki gera. Ef hann væri ósátt­ur myndi hann ein­fald­lega klóra mig.“

Loks seg­ir Andrew að þeir Paddy ætli sér að halda áfram að mæta á mó­mæli sem skipta þá fé­laga máli í von um að vekja at­hygli á þeim mál­efn­um sem eru í brenni­depli hverju sinni. 

Andrew segir Paddy vekja mikla athygli þegar þeir félagar spóka …
Andrew seg­ir Paddy vekja mikla at­hygli þegar þeir fé­lag­ar spóka sig um í miðborg Reykja­vík­ur. Ljós­mynd/​Andrew

„Ég tek kött­inn með mér á mót­mæli vegna þess að það vek­ur aukna at­hygli á mót­mæl­un­um og því sem verið er að mót­mæla.“

Paddy er afar upptekinn kisi og er því mikilvægt að …
Paddy er afar upp­tek­inn kisi og er því mik­il­vægt að hann hvíli sig af og til. Ljós­mynd/​Andrew
Andrew og Paddy létu sig ekki vanta á mótmælin við …
Andrew og Paddy létu sig ekki vanta á mót­mæl­in við Reykja­vík­ur­höfn fyr­ir skömmu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is