Sigurður Álfgeir til liðs við Síldarvinnslunna

Sigurður Álfgeir Sigurðarson hefur hafið störf hjá Síldarvinnslunni.
Sigurður Álfgeir Sigurðarson hefur hafið störf hjá Síldarvinnslunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Síld­ar­vinnsl­an hf. hef­ur ráðið Sig­urð Álf­geir Sig­urðar­son, lög­gilt­an end­ur­skoðanda, til starfa sem yf­ir­mann reikn­ings­halds sam­stæðunn­ar. Mun hann meðal ann­ars hafa umjón með árs­hluta­upp­gjör­um og árs­upp­gjör­um ásamt því að sinna marg­vís­leg­um öðrum störf­um á fjár­mála­sviði, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Sí­fellt eru gerðar meiri kröf­ur til fyr­ir­tækja um að þau hafi hand­bær­ar marg­vís­leg­ar upp­lýs­ing­ar um starf­semi sína og mun Sig­urður hafa um­sjón með sam­an­tekt slíkra upp­lýs­inga sem bæði eru fjár­hags­legs eðlis og ófjár­hags­legs,“ seg­ir í til­kynnign­unni.

Sig­urður er Strandamaður að upp­runa og al­inn upp á bæn­um Kolla­fjarðarnesi til 15 ára ald­urs. Grunn­skóla sótti hann til Hólma­vík­ur. Hann lagði stund á fram­halds­skóla­nám í Fjöl­brauta­skól­an­um á Sauðár­króki og síðar í Mennta­skól­an­um á Eg­ils­stöðum. Sótti hann síðan ná í Há­skóla Íslands ig hóf að starfa hjá end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Deloitte sam­hliða námi. Sig­urður varð lög­gilt­ur end­ur­skoðandi árið 2008. Hef­ur hann gengt starfi yf­ir­manns rekstr­ar Deloitte á Aust­ur­landi frá ár­inu 2010 og þar til hann hóf störf hjá Síld­ar­vinnsl­unni.

Á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar kvaðst Sig­urður lít­ast af­skap­lega vel að hefja störf hjá fyr­ir­tæk­inu.  „Ég ólst upp við sjó­sókn yfir sum­ar­tím­ann á Strönd­un­um og fékk snemma mik­inn áhuga á öllu sem tengd­ist sjáv­ar­út­vegi. Ég tók til dæm­is punga­próf þegar ég var 13 ára gam­all þó ég fengi ekki form­leg rétt­indi fyrr en ég varð 18 ára. Ég hef átt bát í mörg ár og notið þess að fara á sjó á hon­um. Hér fyr­ir aust­an hef ég unnið að end­ur­skoðun og ráðgjöf hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um og þekki því til þannig rekst­urs. Meðal ann­ars hef ég sinnt störf­um sem tengj­ast Síld­ar­vinnsl­unni og verið í góðu sam­bandi við for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Ég hef notið þess lengi að vinna með hæfi­leika­ríku fólki og ég hlakka sann­ar­lega til að sinna störf­um með starfs­fólki Síld­ar­vinnsl­unn­ar.“

mbl.is