Náðu 18 strokulöxum í ám fyrir vestan

Hópurinn með afrakstur helgarinnar. Frá vinstri; Jóhann Helgi Stefánsson, Guðlaugur …
Hópurinn með afrakstur helgarinnar. Frá vinstri; Jóhann Helgi Stefánsson, Guðlaugur Þór Ingvason, Vignir Hans Bjarnason, Elías Pétur og Heiðar Logi Elíasson. Magnús Orri sem tók myndina var einnig hluti af hópnum. Ljósmynd/Magnús Orri Fjölvarsson

Hóp­ur manna sem kenna sig við vernd­un villta lax­ins hafa náð 42 stroku­löx­um í ám á Vest­fjörðum í haust. Um nýliðna helgi náðu þeir 18 slík­um og plöstuðu og komu til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar til grein­ing­ar.

Elías Pét­ur Viðfjörð Þór­ar­ins­son var með hópn­um fyr­ir vest­an um helg­ina og er þetta hans fimmta helgi í haust við leit að stroku­löx­um. „Eina helg­in sem ég sleppti var þegar við vor­um þrjú þúsund sam­an að mót­mæla þessu á Aust­ur­velli.“

Þessi lax var farinn að taka nokkurn lit. Bakugginn ber …
Þessi lax var far­inn að taka nokk­urn lit. Bak­ugg­inn ber þess merki að lax­inn er strokulax. Þeir bæði háfuðu fiska og veiddu á stöng. Ljós­mynd/​Magnús Orri Fjölvars­son

Árnar sem þeir fé­lag­ar fóru í um helg­ina voru Suður­fos­sá á Rauðas­andi, Sunn­dalsá og Norðdalsá í Trost­ans­firði og Vatns­dalsá í Vatns­firði. Afrakst­ur­inn var eins og fyrr seg­ir átján strokulax­ar. 

Bæði legn­ir og silfraðir

Það sem kom okk­ur á óvart var að fisk­ur­inn í til dæm­is Suður­fos­sá var bú­inn að taka mik­inn  lit og greini­lega bú­inn að hanga þar lengi. Hrygn­urn­ar voru orðnar vel þykk­ar. Fisk­arn­ir sem við feng­um í hinum ánum voru mun ný­legri og nokkr­ir úr Sunn­dalsá virt­ust vera glæ­ný­ir. Al­veg silfraðir með mjög laust hreist­ur,“ upp­lýsti Elías Pét­ur í sam­tali við Sporðaköst.

Hylur fínkemdur. Samtals hefur hópurinn fjarlægt 42 eldislaxa úr ám …
Hyl­ur fín­kemd­ur. Sam­tals hef­ur hóp­ur­inn fjar­lægt 42 eld­islaxa úr ám á Vest­fjörðum í haust. Þeir munu halda áfram svo lengi sem lög og veður leyfa. Ljós­mynd/​Magnús Orri Fjölvars­son

Hann tel­ur að þeir hafi náð að hreinsa þrjár af þess­um ám af eld­islöx­um nema þegar kem­ur að Vatns­dalsá í Vatns­firði. Hún var mik­il og bólg­in og skil­yrði erfið, sér­stak­lega á efri hluta ár­inn­ar þar sem hún er í gljúfr­um. Þeir sáu í það minnsta einn strokulax sem þeir náðu ekki og skyggni var erfitt.

Aðspurður hvort þeir fé­lag­ar ætli að halda áfram þess­ari iðju svaraði Elías Pét­ur. „Já. Á meðan að lög og veður leyfa mun­um við gera það. Það er því miður nóg eft­ir af þess­um djöfl­um og allt of marg­ar ár sem við kom­umst ekki í.“

Óvíst er hversu margar helgar til viðbótar verða í boði. …
Óvíst er hversu marg­ar helg­ar til viðbót­ar verða í boði. Vet­ur kon­ung­ur er að setj­ast að. Ljós­mynd/​Elías Pét­ur

Víðar hafa menn orðið var­ir við eld­islaxa og Erl­ing Ingva­son birti í gær á Face­book síðu sinni mynd­band af haferni sem var að kljást við það sem Erl­ing taldi vera eld­islax, neðarlega í Hrúta­fjarðará. „Ég sá þetta eig­in­lega frá upp­hafi. Það var eins og örn­inn væri fast­ur í miðri ánni. En svo sá ég að hann var bú­inn að læsa klón­um í bjart­an fisk og dröslaði hon­um upp á eyri,“ sagði Erl­ing í sam­tali við Sporðaköst. Hann sagði jafn­framt að fisk­ur­inn hefði verið silfraður og stór.

Afar lík­legt verður að telj­ast að þetta hafi verið eld­islax en í Hrúta­fjarðará og hliðaránni Síká er búið að fjar­lægja 48 eld­islaxa. Flesta þeirra tóku norsku kafar­arn­ir en þeir sáu eld­islaxa sem þeir komust ekki að.

Koma norsku kafar­arn­ir aft­ur?

Nú velta marg­ir fyr­ir sér hvert fram­haldið verður. Vet­ur er að setj­ast að en engu lík­ara er en að aðgerðum sé lokið af hálfu yf­ir­valda. Heim­illt er að veiða með stöng fram í nóv­em­ber til að reyna að ná þess­um löx­um. Það er hins veg­ar vitað að þeir taka illa. Eng­ar skipu­lagðar aðgerðir eru í gangi sem Sporðaköst hafa vitn­eskju um. En allt út­lit er fyr­ir að þess­ir strokulax­ar séu enn að ganga í ár.

Viðræður hafa verið í gangi við norska kafara um að koma aft­ur. Veður og vatna­vext­ir hafa hins veg­ar verið með þeim hætti að ekki hef­ur verið tal­in ástæða til að eyða fjár­mun­um í að þeir komi. Sá mögu­leiki er þó enn uppi á borðum sam­kvæmt heim­ild­um Sporðak­asta. 

Sam­stöðukvöld á Sus­hi Social

Veit­ingastaður­inn Sus­hi Social stend­ur fyr­ir sam­stöðukvöldi á fimmtu­dags­kvöld, 19. októ­ber til styrkt­ar Icelandic Wild­li­fe Fund. Eða eins og það er orðað af staðnum sjálf­um. „...stönd­um við fyr­ir sam­stöðukvöldi með bar­átt­unni fyr­ir vernd ís­lenskra laxa­stofna.

Ágóðinn af kvöld­in renn­ur óskipt­ur til Íslenska nátt­úru­vernd­ar­sjóðsins og bar­átt­unn­ar fyr­ir um­hverfi og líf­rík­inu sem við þurf­um öll að passa vel upp á.“

Á mat­seðli kvölds­ins má finna lax en tekið er fram að hann upp­runn­inn úr sjálf­bæru og um­hverf­i­s­vænu land­eldi.

mbl.is