Sjókvíaeldi verði sniðinn þrengri stakkur

Í drögum að stefnu um lagareldi er lagt til að …
Í drögum að stefnu um lagareldi er lagt til að skilyrði opins sjókvíaeldis verði hert og gjaldtaka aukin. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Hinn 4. októ­ber kynnti Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra drög að nýrri stefnu um lagar­eldi. Í drög­un­um sem kynnt voru und­ir heit­inu „Upp­bygg­ing og um­gjörð lagar­eld­is – Stefna til árs­ins 2040“ er gert ráð fyr­ir hærri gjald­töku af sjókvía­eldi á Íslandi sem og að heim­ilt verði að skerða og auka fram­leiðslu­heim­ild­ir sem hluta af hvata­kerfi. Viður­kennt er að hagræn­ir hvat­ar hvetja til um­fangs­mik­illa fjár­fest­inga sem kann að fylgja rekstr­ar­leg óvissa.

Meðal þess sem lagt er til er að gerðar verði breyt­ing­ar á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi gjald­töku af sjókvía­eldi. Stefnt sé að því að kom á gjald­töku sem fylgi bet­ur breyt­ing­um á heims­markaðsverði en verið hef­ur. Einnig er lagt til að áfram verði stuðst við þrepa­skipt fram­leiðslu­gjald við inn­heimtu en að þrep­um verði fjölgað úr þrem­ur í fjór­tán og er talið að gjaldið verði þannig næm­ara fyr­ir verðbreyt­ing­um.

„Gjaldið yrði því hærra þegar heims­markaðsverð er hærra, en lægra þegar verð lækk­ar. Eins er gert ráð fyr­ir að upp­færa verð mánaðarlega í stað ár­legr­ar upp­færslu sem hef­ur verið til þessa. Þannig er bet­ur tekið til­lit til tekju­mynd­un­ar rekstr­araðila á hverj­um tíma. Best er að gjald­taka og skatt­lagn­ing sé í senn skil­virk og fljót­virk og þannig hægt að inn­heimta gjöld og skatta í sam­ræmi við tekj­ur og hagnað á hverj­um tíma. Þetta er mögu­legt þar sem upp­lýs­ing­ar um heims­markaðsverð eru aðgengi­leg­ar og því auðvelt að not­ast við mánaðarleg­ar upp­lýs­ing­ar í stað þess að miða við heims­markaðsverð fyrra árs,“ seg­ir í drög­un­um.

Gert er ráð fyr­ir að þrep­in fjór­tán verði skipt eft­ir verðflokk­um á bil­inu und­ir fjór­ar evr­ur og yfir 12 evr­ur og að gjald­hlut­föll í hverj­um verðflokki verði stig­vax­andi.

Sjókvíaeldi hefur vaxið hratt hér á landi.
Sjókvía­eldi hef­ur vaxið hratt hér á landi. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Til­lög­urn­ar eru rök­studd­ar með því að vísa til breyt­inga í rekstr­ar­um­hverfi sjókvía­eld­is sam­hliða veru­leg­um breyt­ing­um á heims­markaðsverði. „Gjöld hafa einnig hækkað í sam­an­b­urðarlönd­um, Fær­eyj­um og Nor­egi. Þær breyt­ing­ar eru rök­studd­ar á þann veg að rekstr­araðilar í sjókvía­eldi geti bet­ur tek­ist á við hækk­an­ir þar sem heims­markaðsverð á laxi hafi hækkað veru­lega. Mikl­ar sveifl­ur eru á heims­markaðsverði á laxi en nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag gjald­töku nær illa að end­ur­spegla þær sveifl­ur.“

At­hygli vek­ur að útboð á heim­ild­um til sjókvía­eld­is telj­ist illa fram­kvæm­an­legt miðað við gild­andi lög­gjöf. Bent er á að það ríki „mik­il óvissa um verðmynd­un og fram­kvæmd slíkra útboða. Því er ljóst að end­ur­gjald vegna nýt­ing­ar hafsvæða mun að litlu leyti nást í gegn­um útboð, líkt og lagt var upp með.“

Nýtt hvata­kerfi

„Ein helsta áskor­un sjókvía­eld­is er út­breiðsla sjúk­dóma og af­föll eld­is­fisks. Heil­brigði fiska er mik­il­vægt út frá dýra­vel­ferðar- og um­hverf­is­sjón­ar­miðum en einnig efna­hags­leg­um sjón­ar­miðum þar sem af­föll hafa eðli máls sam­kvæmt áhrif á af­komu rekstr­araðila,“ seg­ir í drög­un­um. Er bent á mik­il­vægi reglu­legr­ar vökt­un­ar og lagt til að Haf­rann­sókna­stofn­un hefji rann­sókn­ir sem hafi það að mark­miði að auka þekk­ingu á vist­fræði og áhrif­um laxa- og fiskilúsa.

Lagt er til að inn­leitt verði hvata­kerfi sem leiði til skerðing­ar eða aukn­ing­ar á fram­leiðslu­heim­ild­um sem taka mið af af­föll­um, tíðni meðhöndl­un­ar gegn lús­um og lúsa­fjölda yfir til­tekið tíma­bil.

Í tengsl­um við af­föll vilja höf­und­ar að miðað sé við smit­varn­ar­svæði en þau eru af­mörkuð hafsvæði eða fjörður þar sem aðeins einn rekstr­araðili starfar. Starfi fleiri en einn rekstr­araðili á smit­varn­ar­svæði eru af­föll reiknuð fyr­ir smit­varn­ar­svæðið í heild sinni og hlut­fall skerðing­ar eða aukn­ing­ar miðað við gild rekstr­ar­leyfi.

Séu af­föll inn­an við 12% á til­teknu viðmiðun­ar­tíma­bili fær rekstr­araðili aukn­ingu á há­marks­fjölda út­settra fiska fyr­ir næsta viðmiðun­ar­tíma­bil að því gefnu að hækk­un rúm­ist inn­an burðarþols- og áhættumats. Séu af­föll­in á bil­inu 12 til 18% stend­ur há­marks­fjöldi út­settra fiska í stað á næsta viðmiðun­ar­tíma­bili. Fari þau hins veg­ar yfir 18% á viðmiðun­ar­tíma­bili er lagt til að rekstr­araðili sæti tak­mörk­un á há­marks­fjölda út­settra fiska fyr­ir næsta viðmiðun­ar­tíma­bil.

Talin er þörf á að skilgreina smitvarnarsvæði.
Tal­in er þörf á að skil­greina smit­varn­ar­svæði.

Punkta­kerfi vegna lúsa­smita

Í drög­un­um er lagt til að stefnt verði að því fyr­ir árið 2028 að „klín­ísk­ar rann­sókn­ir á lyfjaþoli fiski- og laxal­ús­ar verði efld­ar í sam­vinnu rekstr­ar­leyf­is­hafa, sjálf­stætt starf­andi dýra­lækna sem þjón­usta rekstr­ar­leyf­is­hafa og op­in­berra aðila með það að mark­miði að stýra lyfja­notk­un og lág­marka hætt­una á lyfja­ónæmi“. Auk þess að komið verði á kerfi vökt­un­ar gagn­vart áhrif­um lús­ar á stofna villtra lax­fiska.

Til að skapa hvata til að fækka lúsa­smit­um er lagt til að inn­leiða punkta­kerfi sem tek­ur mið af fjölda lúsa á viðkvæm­um tíma göngu­seiða og fjölda skipta lyfjameðhöndl­un­ar á smit­varn­ar­svæðum. „Sam­bland þess­ara þátta ákv­arðar þann fjölda fiska sem fá að fara á til­tekið smit­varn­ar­svæði að loknu viðmiðun­ar­tíma­bili.“

Fái rekstr­araðili færri en fjóra punkta á viðmiðun­ar­tíma­bili, sem á að jafnaði að vera ein kyn­slóð, fær um­rætt smit­varn­ar­svæði heim­ild til aukn­ing­ar á há­marks­fjölda út­settra fiska á næsta viðmiðun­ar­tíma­bili að því gefnu að hækk­un rúm­ist inn­an burðarþols og áhættumats. Séu punkt­arn­ir fjór­ir til átta stend­ur há­marks­fjöldi út­settra fiska í stað, en séu þeir fleiri en átta sæt­ir smit­varn­ar­svæðið tak­mörk­un á há­marks­fjölda út­settra fiska á næsta viðmiðun­ar­tíma­bili.

Hagræn­ir hvat­ar

Auk hvata­kerf­is í kring­um sjúk­dóma og sníkju­dýr er lagt til að tekn­ir verði upp hagræn­ir hvat­ar sem hvetja rekstr­araðila til að setja út stærri seiði, setja út ófrjó­an lax eða regn­bogasil­ung og nota lokaðan eða hálflokaðan eld­is­búnað.

„Í nú­gild­andi lög­gjöf er nú þegar að finna hagræna hvata til að efla tvær síðast­nefndu eldisaðferðirn­ar en þeir hafa ekki skilað til­ætluðum ár­angri. Við end­ur­skoðun lag­anna verður því gjalda­hlut­fall tengt þess­um tveim­ur eldisaðferðum tekið til sér­stakr­ar skoðunar. […] Einnig er nauðsyn­legt að gera ráð fyr­ir tækni­breyt­ing­um í sí­breyti­legu um­hverfi og því er einnig gert ráð fyr­ir nýrri tækni sem ætlað er að lág­marka um­hverf­isáhrif,“ seg­ir í drög­un­um.

Auk­in óvissa

Viður­kennt er í drög­un­um að „þeir um­hverfis­hvat­ar sem hér er lagt upp með krefjast viðbótar­fjárfest­ing­ar af hálfu rekstr­araðila, en þeim get­ur einnig fylgt ákveðin rekstr­ar­leg áhætta. Sum­ar þeirra leiða sem nefnd­ar eru hafa ekki verið full­reynd­ar sem skap­ar óvissu um fjár­fest­ing­una sem slíka. Þá er lík­legt að rekstr­araðilar hafi minni þekk­ingu á notk­un nýrra eldisaðferða sem mögu­lega or­sak­ar tíma­bundið verri rekstr­arniður­stöðu. Því er ákveðin áhætta fyr­ir rekstr­araðila að fara út í aðrar eldisaðferðir sem eru minna út­breidd­ar s.s. lokaðan búnað eða hálflokaðan búnað og ófrjó­an lax.“

Engu að síður er talið að fjár­hags­leg­ir hvat­ar verði til þess að rekstr­araðilar taki upp eldisaðferðir sem lág­marka um­hverf­isáhrif og er lagt til að kyn­slóð sem er aðeins einn vet­ur í sjó leiði til þess að greitt sé gjald sem er ein­um flokki lægra en ella og sé kyn­slóðin minna en eitt ár í sjó er gjaldið þrem­ur flokk­um lægra. Auk þess er lagt til að fyrsta kyn­slóð sem rekstr­araðilar setja út og er minna en eitt ár í sjó verði und­anþegin gjald­inu það ár.

Sé notaður ófrjór lax er greitt gjald sem er tveim­ur flokk­um lægra en ella og þrem­ur flokk­um lægra sé kyn­slóð í hálflokuðum búnaði. Sé um lokaðan búnað að ræða er lagt til að greitt sé gjald sem er fjór­um flokk­um lægra.

Rekstrarleg áhætta getur fylgt öðrum framleiðsluaðferðum.
Rekstr­ar­leg áhætta get­ur fylgt öðrum fram­leiðsluaðferðum. mbl.is/​Helgi Bjarna­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: