Sprenging í ákærum gegn hermönnum

Rússneskir hermenn og Wagner-málaliðar eru teknir að streyma aftur heim …
Rússneskir hermenn og Wagner-málaliðar eru teknir að streyma aftur heim frá átakasvæðum Úkraínu. Margir komast í kast við lögin. AFP/Natalia Kolesnikova

Morðtíðni er á uppleið í Rússlandi í fyrsta skipti í 20 ár. Og segja má að eins konar sprenging hafi átt sér stað í sakamálum þar sem fyrrverandi hermenn eru ákærðir fyrir manndráp. Þykir ýmislegt benda til að reynt sé að draga fjöður yfir vandann, að því er fram kemur í umfjöllun The Moscow Times.

Þegar ljóst var að Kremlverjar þurftu nauðsynlega að fjölga í innrásarliði sínu í Úkraínu í kjölfar slæms gengis Rússlands strax frá fyrstu stigum hernaðaraðgerða ákvað Jevgení heitinn Prigósjín, stofnandi Wagner-málaliðahópsins, að halda inn í fangelsin í leit að nýliðum. Þar fengu dæmdir morðingjar, ofbeldis- og kynferðisglæpamenn að gera samning við Wagner um herþjónustu í hálft ár, en að þjónustu lokinni fá þessir sömu hrottar að snúa aftur heim til Rússlands. Og það sem frjálsir menn. Samhliða heimkomu þessara manna fór nær samstundis að bera á vandamálum og ofbeldisverkum.

mbl.is