Þurfum að endurhugsa hagkerfið

Leyla Acaroglu tók til máls á Nordic Circle Summit í …
Leyla Acaroglu tók til máls á Nordic Circle Summit í Grósku í morgun. mbl.is/Ragnhildur

Leyla Acaroglu, hönnuður og frum­kvöðull, seg­ir hag­kerfið í nú­ver­andi mynd sinni gera út á sóun og það að níðast á nátt­úr­unni, en hún flutti er­indi á Nordic Circul­ar Summit í Grósku í dag. 

Acaroglu seg­ir of mik­il áherslu setta á verga lands­fram­leiðslu, en of litla á um­hverf­isáhrif. End­ur­hugsa þurfi gild­is­mat okk­ar og inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfi til að stemma stigu við lofts­lags­vánni. Auðlind­ir jarðar séu tak­markaðar og hag­kerfið þurfi að taka til­lit til þess.

Hún seg­ir að hag­kerfið sé nú hugsað út frá því hvernig við get­um skapað sem mest verðmæti. Ekki sé nægi­leg­ur gaum­ur gef­inn því að bera virðingu fyr­ir tak­mörk­un­um nátt­úr­unn­ar. 

Leyla seg­ir að mann­skepn­unni hafi tek­ist að skapa ótrú­lega hluti og áorka margt. Þetta hafi þó oft haft óvilj­andi af­leiðing­ar í för með sér, sem fólk kjósi oft­ar en ekki að hunsa. 

Hún seg­ir að end­ur­hugsa þurfi borg­ir, menn­ingu, viðskipta­líf og fram­leiðslu þannig að ekki sé gengið á nátt­úr­una. „Án nátt­úr­unn­ar vær­um við ekki til.“

Hægt sé að líta til frum­byggjaþjóða

Leyla seg­ir að hægt sé að líta til gild­is­mats sem frum­byggjaþjóðir víðast hvar hafa að leiðarljósi. Mikið landsvæði er verndað af frum­byggj­um um heim all­an. Meðal þeirra sé neyslu­menn­ing ekki í há­veg­um höfð og sam­hljóm­ur við nátt­úr­una met­inn mik­ils.

Þjóðir heims þurfi að finna leiðir til að breyta lífstíl sín­um svo ekki sé gengið um of á auðlind­ir jarðar. Hún tel­ur að hægt sé að líta til menn­ing­ar­heima frum­byggja sem góð dæmi um slík­an lífstíl. Fræðimenn, fjöl­miðlar og at­vinnu­lífið hafi hingað til ekki borið virðingu fyr­ir þeim og talið þær frum­stæðar. 

„Við þurf­um að viður­kenna að marg­ar gjörðir okk­ar valda okk­ur miklu tjóni,“ seg­ir Leyla.

mbl.is