„Við erum ekki að gera nóg“

Ólafur Ragnar Grímsson hélt erindi á Nordic Circular Summit.
Ólafur Ragnar Grímsson hélt erindi á Nordic Circular Summit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti, var ómyrk­ur í máli í er­indi sínu á Nordic Circul­ar Summit í dag. Hann seg­ir að mik­il­vægt sé að ráðast í um­svifa­meiri aðgerðir til þess að stemma stigu við lofts­lags­vánni. Norður­lönd­um beri að nýta sér þekk­ingu sína og beita sér fyr­ir breyt­ing­um í heim­in­um öll­um.

Staðan í heim­in­um geng­ur ekki mikið leng­ur sam­kvæmt Ólafi. Raun­veru­leik­inn sé slá­andi. Ekki er nægi­lega mikið sé að gert til að færa sam­fé­lagið í átt að meiri sjálf­bærni. Hann seg­ir að eng­in raun­veru­leg um­skipti hafi átt sér stað ennþá. Raun­veru­leik­inn sé að mörgu leyti sá sami þótt umræðan sé kom­in langt. 

Aðgerðir svo að börn­in okk­ar geti átt heim­ili

Hann leiddi mál sitt að mik­il­vægi þess að þau sem eru börn núna geti átt heim­ili á jörðinni í framtíðinni. Sé ekki ráðist í harka­leg­ar aðgerðir sé ólík­legt að slíkt heim­ili geti verið til um miðja þessa öld. Ekki mik­ill tími sé til stefnu til að bæta úr mál­un­um áður en það verður orðið of seint.

Nordic Circle Summit var haldið í Grósku í dag.
Nordic Circle Summit var haldið í Grósku í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Norður­lönd þurfi að líta út á við

Norður­lönd búa við mik­inn munað. Ólaf­ur seg­ir að þeim hætti til að ein­blína um of á sitt litla heims­horn. Þau þurfi að beita sér fyr­ir því að skapa breyt­ing­ar í öðrum heims­hlut­um. 

Ólaf­ur seg­ir að meiri­hluti fólks á jörðinni muni í ná­lægri framtíð búa í risa­vöxn­um borg­um í Afr­íku og Asíu. Norður­lönd­un­um hef­ur tek­ist að skapa friðsam­leg og jöfn sam­fé­lög sem bera virðingu fyr­ir nátt­úr­unni. Þeim beri að nýta þekk­ingu sína og taka þátt í þró­un­inni í þá átt á fleiri stöðum. 

Hann seg­ir að ef ekki verði ráðist í að koma á hringrás­ar­hag­kerfi og sjálf­bærri orku í Afr­íku og Asíu muni bar­átt­an gegn lofts­lags­vánni tap­ast. Ofsa­fengið veðurfar og bráðnun jökla muni halda áfram. Það muni hafa mikla erfiðleika í för með sér fyr­ir Norður­lönd. 

Nordic Circul­ar Summit er ár­leg ráðstefna sem hald­in er um hringrás­ar­hag­kerfi. Hún er sú stærsta á Norður­lönd­un­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina