Arctic Fish slátrar fyrir Háafell næstu þrjú árin

Háafell starfrækir laxeldi í Ísafjarðardjúpi, en Arctic Fish mun annast …
Háafell starfrækir laxeldi í Ísafjarðardjúpi, en Arctic Fish mun annast slátrun fyrir félagið í vinnslu sinni á Bolungarvík. mbl.is/Helgi Bjarnason

Arctic Fish mun sjá um slátrun á öll­um þeim laxi sem Háa­fell fram­leiðir næstu þrjú árin sam­kvæmt ný­gerðum samn­ing­um þess efn­is. Mun Fram­leiðslan fara fram í Drimlu, nýrri laxa­vinnslu Arctic Fish í Bol­ung­ar­vík sem tek­in var í notk­un í sum­ar. Auk þess mun brunn­bát­ur á veg­um Arctic Fish, Nova Trans flytja lif­andi lax í Drimlu, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Fyrsti lax­inn úr fram­leiðslu Háa­fells í Ísa­fjarðar­djúpi send­ur til Arctic Fish til slátr­un­ar í dag, en það mun vera fyrsti lax­inn sem slátrað er úr Djúp­inu eft­ir að fyrstu laxa­seiðin fór í sjó þar vorið 2022.

„Laxa­vinnsl­an Drimla ann­ar um 100 tonna fram­leiðslu á dag og fara um 450 tonn á viku frá vinnsl­unni. Háa­fell ger­ir ráð fyr­ir að slátra um 2.000 tonn­um í haust og vet­ur en heild­ar­fram­leiðsla í hús­inu verður um 20.000 tonn á næsta ári sem sam­svar­ar um 20 millj­arða út­flutn­ings­verðmæt­um. Fisk­ur­inn fer að mestu fersk­ur á er­lenda markaði en hluti fram­leiðslunn­ar er fryst­ur í vinnslu Jak­obs Val­geirs í Bol­ung­ar­vík. Lang stærsti hluti fram­leiðslunn­ar er flutt­ur sjó­leiðina á er­lenda markaði til að lág­marka kol­efn­is­spor fram­leiðslunn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Alls tsrafa um 30 í Drimlu, bæði tækni­fólk og í vinnslu.

Stein Ove Tveiten forstjóri Arctic Fish, Kristján Rúnar Kristjánsson framkvæmdastjóri …
Stein Ove Tveiten for­stjóri Arctic Fish, Kristján Rún­ar Kristjáns­son fram­kvæmda­stjóri Í Laxa­vinnsl­unni Drimlu og Gauti Geirs­son fram­kvæmda­stjóri Háa­fells hand­sala samn­ing um slátr­un­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er ánægju­legt fyr­ir okk­ur að geta nýtt okk­ur laxa­vinnslu Arctic Fish hér í Ísa­fjarðar­djúpi. Við hefj­um ferlið innst í Djúp­inu á Nauteyri í seiðaeld­inu, ölum lax­inn upp í miðju Djúp­inu og upp­sker­um svo í Bol­ung­ar­vík, þannig að fram­leiðsla okk­ar er öll í Ísa­fjarðar­djúpi. Vinnsl­an Bol­ung­ar­vík er jan­framt eins sú tækni­vædd­asta í heimi með nýj­asta mögu­lega búnað svo sem of­urkæl­ing­ar­tönk­um sem á að tryggja gæði vör­unn­ar,“ er haft eft­ir Gauta Geirs­syni, fram­kvæmda­stjóra Háa­fells, í til­kynn­ing­unni.

„Með því að Háa­fell komi með fram­leiðslu sína til okk­ar verður fram­leiðslan í vinnsl­unni stöðugri og hag­kvæm­ari fyr­ir báða aðila. Við höf­um lagt í mikla fjár­fest­ingu í þessu húsi sem nýt­ist nú fleir­um. Það styrk­ir báða aðila í sam­keppni á er­lend­um mörkuðum,“ seg­ir Kristján Rún­ar Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri laxa­vinnsl­unn­ar Drimla.

mbl.is