„Farin að hríslast um allt þjóðfélagið“

Halldór Björnsson kynnir niðurstöður skýrslunnar í Grósku í morgun.
Halldór Björnsson kynnir niðurstöður skýrslunnar í Grósku í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórða mats­skýrsla vís­inda­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar, sem var kynnt í Grósku í morg­un, end­ur­spegl­ar að þess­ar breyt­ing­ar eru farn­ar hríslast um allt þjóðfé­lagið.

Þetta seg­ir Hall­dór Björns­son, formaður vís­inda­nefnd­ar.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að lofts­lags­breyt­ing­ar séu byrjaðar að breyta nátt­úrufari og lífs­skil­yrðum fólks á Íslandi með vax­andi áskor­un­um fyr­ir efna­hag, sam­fé­lag og nátt­úru.

Meira fjallað um sam­fé­lags­áhrif en áður

Síðasta skýrsla vís­inda­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar kom út árið 2018 en vinn­an við þessa skýrslu hófst sum­arið 2021. Hún var unn­in upp úr yfir 100 er­ind­um sem voru hald­in á 11 mál­stof­um þar sem þátt­tak­end­ur voru rúm­lega 240 manns.

„Stóri mun­ur­inn er að þessi er með miklu meiri sam­fé­lagskafla. Það eru bæði efna­hags­mál, sam­fé­lags­mál, menn­ing, list­ir, siðferði, skól­ar, mennt­un og slíkt. Svo er heill kafli um heil­brigðismál sem var ekki áður,” grein­ir hann blaðamanni frá í Grósku að lokn­um kynn­ing­ar­fund­in­um.  

„Þetta end­ur­spegl­ar, held ég, að lofts­lags­breyt­ing­ar og viðbrögð við þeim eru far­in að hríslast um allt þjóðfé­lagið.”

Frá fundinum í Grósku.
Frá fund­in­um í Grósku. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hef­urðu ekki áhyggj­ur af stöðu mála?

„Ég er bú­inn að vera í þessu ákaf­lega lengi þannig að ef ég væri maður sem væri full­ur af áhyggj­um væri ég senni­lega kom­inn með maga­sár fyr­ir löngu síðan,” seg­ir Hall­dór og bros­ir.

„Það eru ofsa­leg­ar áskor­an­ir. Þær eru stór­ar. Við þurf­um að átta okk­ur á því hvernig ætl­um við að for­gangsraða þeim aðgerðum sem við ætl­um að gera og hvernig ætl­um við að bregðast við. Leiðin til að hafa ekki of mikl­ar áhyggj­ur er að fókusera á verk­efnið sem er fram und­an og bara fram­kvæma það. Það hef­ur í raun og veru alltaf verið lausn­in gegn kvíða,” bæt­ir hann við.

Þörf á umbreyt­ingu í efna­hags­líf­inu

Hall­dór nefn­ir að gríðarleg umbreyt­ing þurfi að eiga sér stað í efna­hags­líf­inu. Venja þurfi hag­kerfið af jarðefna­eldsneyti. Það sé stórt mál sem feli þó einnig í sér mik­il tæki­færi.

„Þetta er senni­lega besta viðskipta­tæki­færi sem mönn­um mun bjóðast að taka þátt í þeirri miklu umbreyt­ingu sem verður að eiga sér stað,” seg­ir hann og á við bæði hér heima og er­lend­is.  

Spurður út í vinn­una hér­lend­is við að draga úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is seg­ir hann að hún falli und­ir svo­kallaðar mót­vægisaðgerðir stjórn­valda. Vís­inda­nefnd meti stöðu þekk­ing­ar á mál­efn­inu en hóp­ur á veg­um um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins fari yfir leiðir til að draga úr jarðefna­eldsneyti.

Á borðinu má sjá eintök af matsskýrslu vís­inda­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar.
Á borðinu má sjá ein­tök af mats­skýrslu vís­inda­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Í kynn­ingu sinni benti Hall­dór á nokk­ur dæmi um lofts­lags­breyt­ing­ar og áhrif þeirra á nátt­úruf­ar á Íslandi:

  • Hlýn­un á ár­un­um 1900 til 2020 er um ein gráða á öld og er hún meiri að vetri til en sumri. Úrkoma hef­ur auk­ist og nokk­ur skyndiflóð hafa orðið vegna úr­hell­is­rign­ing­ar, auk flóða og skriðufalla.
  • Á síðustu 100 árum hef­ur flat­ar­mál jökla á Íslandi dreg­ist sam­an um 19%. Haldi Par­ís­ar­komu­lagið mun rýrn­un þeirra verða um 40 til 50%.
  • Til alda­móta get­ur hækk­un sjáv­ar orðið rúm­ir 1,2 metr­ar þar sem land­sig er hvað mest. Á svæðum þar sem landris er mest get­ur orðið 1,5 metra fall á sjáv­ar­stöðu.
  • Auk­in fram­leiðni gróðurs mun hafa já­kvæð áhrif á land­búnað en fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn eru áhrif súrn­un­ar sjáv­ar lík­lega nei­kvæð. Vinna þarf áhættumat fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn í heild sinni.
Vatnajökull árið 2016.
Vatna­jök­ull árið 2016. mbl.is/​RAX

Leiðin til lausn­ar, að sögn Hall­dórs, er núm­er eitt að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Ann­ars þarf að aðlag­ast og síðan að þola af­leiðing­arn­ar. Til að tryggja að áskor­an­ir vegna lofts­lags­breyt­inga verði ekki meiri þarf t.d. inn­grip frá stjórn­völd­um.

Spurður út í það sem hann vill leggja mesta áherslu á úr skýrsl­unni bend­ir Hall­dór á eft­ir­far­andi sam­an­tekt:

„Þessi skýrsla staðfest­ir, svo ekki verður um villst, að lofts­lags­breyt­ing­ar eru byrjaðar að breyta nátt­úrufari og lífs­skil­yrðum fólks á Íslandi með vax­andi áskor­un­um fyr­ir efna­hag, sam­fé­lag og nátt­úru. Til að tryggja að þær áskor­an­ir verði ekki meiri en við er ráðið þarf um­bylt­ingu í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una. Þar gegna stjórn­völd, at­vinnu­líf og stefnu­mót­end­ur lyk­il­hlut­verki. Draga þarf úr los­un eins hratt og unnt er og aðlaga sam­fé­lagið þannig að það ráði við álagið. Lofts­lags­vá er viðfangs­efni sam­fé­lags­ins alls og forðast þarf and­vara­leysi gagn­vart áhætt­unni.“

Hall­dór bæt­ir sjálf­ur við: „Mitt mottó er að það er ekki eft­ir neinu að bíða, bara byrja strax.”

mbl.is