Hafa greint 161 strokulax

Alls hefur 161 lax verið rakin til sjókvía Arctic Fish …
Alls hefur 161 lax verið rakin til sjókvía Arctic Fish í Patreksfirði. mbl.is/Ágúst Ingi

Frá því að lax­ar sluppu úr sjókví Arctic Fish í Pat­reks­firði í ág­úst hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un staðfest eld­is­upp­runa 164 laxa með út­lits- og erfðagrein­ingu. Þar af er 161 lax úr sjókvínni í Pat­reks­firði og hafa eld­islax­ar veiðst í 44 ám.

Tveir lax­ar sem bár­ust stofn­un­inni með mögu­leg ytri eldis­ein­kenni reynd­ust villt­ir ís­lensk­ir lax­ar, einn úr Mjólká í Arnar­f­irði og einn úr Hólsá á Suður­landi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Yfirlit yfir veiði staðfestra og meintra eldislaxa í ám sem …
Yf­ir­lit yfir veiði staðfestra og meintra eld­islaxa í ám sem borist hafa Haf­rann­sókna­stofn­un. Stærð hringja tákna hlut­falls­leg­an fjölda fiska. Rauður eru eld­islax­ar sem búið er að greina og gul­ur meint­ir eld­islax­ar í grein­ingu. Mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Tvö göt fund­ust á kví núm­er átta hjá Arctic Seafarm (dótt­ur­fé­lags Arctic Fish) í Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði í ág­úst. Lágu göt­in lóðrétt hvort sín­um meg­in við svo­kallaða styrkt­ar­línu, hvort um sig 20 sinn­um 30 senti­metr­ar að stærð.

Í til­kynn­ingu frá Arctic Seafarm sagði að göt­un­um hefði verið lokað um leið og voru all­ar kví­ar á svæðinu skoðaðar. Í kví átta voru 72.522 fisk­ar og meðalþyngd hvers þeirra um sex kíló. Í fyrstu var ekki vitað hvort fisk­ar hefðu sloppið en síðar kom í ljós að þeir kynnu að vera um 3.500 tals­ins sem struku.

Alls hef­ur stofn­un­inni borist 306 lax­ar sem grun­ur er um að séu strokulax­ar ú Pat­reks­firði og á því eft­ir að erfðagreina 142 laxa. Sú vinna fer nú fram hjá Matís.

Haf­rann­sókna­stofn­un eru enn að ber­ast meint­ir eld­islax­ar til grein­ing­ar. „Haf­rann­sókna­stofn­un þakk­ar veiðimönn­um sem skilað hafa fisk­um til grein­ing­ar og árétt­ar mik­il­vægi þess til að fá sem besta mynd af um­fangi eld­islaxa í ám og dreif­ingu þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is