Heiminum bjargað á verksmiðjugólfinu

Starfsmaður í verksmiðju Toyota setur saman Mirai-vetnisbíl. Félagið kynnti á …
Starfsmaður í verksmiðju Toyota setur saman Mirai-vetnisbíl. Félagið kynnti á dögunum nýja ammóníaksvél sem gæti valtað yfir rafbílatæknina. Bestu lausnirnar koma ekki endilega þaðan sem stjórnvöld búast við. AFP

Án þess að ég fari of mikið út í smáatriðin (það gengur jú á ýmsu í Bangkok) þá neyddist ég um daginn til að horfa á gamla upptöku af keppni um titilinn Ungfrú alheimur. Steve Harvey fer á kostum sem kynnir en ég á enn erfitt með að átta mig á nákvæmlega hvernig keppnin fer fram eða hvað það er sem dómnefndin leggur til grundvallar við val á sigurvegara. Skrítnast af öllu þykir mér þegar glæsilegu ungu konurnar eru spurðar hvernig þær hyggjast bjarga heiminum.

Ég ætla ekki að gera grín að þeim lausnum sem fegurðardrottningarnar hafa á öllum þeim vandamálum sem steðja að mannkyninu því sjálfur hefði ég ekki getað veitt mikið betri svör þegar ég var hálfþrítugur. Svörin eru heldur ekkert betri hjá kjörnum fulltrúum, sem eru þó yfirleitt komnir vel yfir miðjan aldur og eiga að vera hoknir af visku og reynslu: loftslagsmálin eru svo alvarlegt vandamál, og óréttlæti í heiminum svo afskaplega mikið að við verðum einfaldlega að taka höndum saman, axla ábyrgð og sýna samhygð í verki – og muna að allir eru fallegir hver á sinn hátt. Skilningurinn og hugmyndaflugið rista ekki dýpra en það, og rétt eins og flest annað í keppninni eru lausnirnar yfirborðskenndar og innihaldsrýrar, þrátt fyrir afskaplega góðan ásetning.

mbl.is