Ástin slokknaði hjá Emblu og Nökkva

Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason eru farin hvort í …
Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason eru farin hvort í sína áttina. Skjáskot/Instagram

Eitt heitasta kærustupar Íslands, Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason, eru hætt saman. DV greinir frá þessu. 

Parið byrjaði saman vorið 2022 og hefur verið áberandi hvort á sínu sviði. Hann sem frumkvöðull og áhrifavaldur og hún sem félagsmiðlastjarna. Nökkvi rak fyrirtækið Swipe Media en hann yfirgaf fyrirtækið í mars á þessu ári. 

Smartland óskar þeim góðs gengis í lífsins ólgu sjó! 

mbl.is