Jason Momoa sendir Alþingi bréf

Jason Momoa, sem er þekktur fyrir að leika Aquaman, hefur …
Jason Momoa, sem er þekktur fyrir að leika Aquaman, hefur sent Alþingi bréf þar sem hann hvetur þingmenn til þess að kjósa með frumvarpi um hvalveiðibann. AFP

32 er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar hafa sent alþingi er­indi er varða frum­varp um hval­veiðibann. Þeirra á meðal er Hollywood-leik­ar­inn Ja­son Momoa, sem er m.a. þekkt­ur fyr­ir að leika of­ur­hetj­una Aquam­an – kon­ung Atlant­is.

Momoa seg­ir að sér sé afar annt um sjó­inn, rétt eins og DC-of­ur­hetj­unni sem hann leik­ur, og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann tjá­ir sig um hval­veiðar Íslend­inga.

Hann er held­ur ekki eini banda­ríski leik­ar­inn sem hef­ur tjáð sig um veiðarn­ar. Fyrr í haust hótuðu all­nokkr­ar Hollywood-stjörn­ur sniðgöngu á Íslandi, skyldi Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra ákveða að fram­lengja ekki tíma­bundið hval­veiðibann – sem hún gerði samt sem áður, eins og frægt er.

Frum­varpið sem hér um ræðir var lagt fram þann 14. sept­em­ber af nokkr­um þing­mönn­um úr Pír­öt­um, Viðreisn, Flokki fólks­ins og Sam­fylk­ing­unni.

„Tæki­færi til þess að setja for­dæmi fyr­ir all­an heim­inn“

Kate True, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Momoa Enterprises sem er í eigu havaíska leik­ar­ans, sendi Alþingi um­sögn­ina sem er þó und­ir­rituð af sjálfri Hollywood-stjörn­unni. Bréf Momoa er eft­ir­far­andi:

Sem stolt­ur aðgerðasinni fyr­ir sjáv­ar­líf, stend ég með óhagg­an­leg­um stuðningi við hval­veiðibanni og vernd­un hvala á Íslandi og víða um heim.

Hval­ir eru stór­kost­leg­ar, gáfaðar ver­ur sem leika lyk­il­hlut­verk í því að halda jafn­vægi í haf­inu okk­ar. Þeirra vel­ferð er í eðli sínu tengd heilsu plán­et­unn­ar okk­ar. Okk­ar ábyrgð er að vernda þessi merki­legu dýr og þeirra vist­kerfi.

Ísland, með sitt hríf­andi lands­lag og gnægðarfullt sjáv­ar­líf, hef­ur ein­stakt tæki­færi til þess að setja for­dæmi fyr­ir all­an heim. Með því að velja veg varðveislu og ábyrgr­ar um­hverf­is­ráðmennsku, get­um við tryggt framtíð þar sem hval­ir fái að halda áfram að þríf­ast og eru virt­ir til fram­búðar.

Þakk­ir [„Mahalo“] fyr­ir ykk­ar um­hugs­un,
Ja­son Momoa

32 er­indi en aðeins eitt á ís­lensku

Á vef Alþing­is má sjá 32 inn­send er­ind­is- og um­sagn­ar­bréf um frum­varpið. Öll eru þau á ensku eða spænsku, að und­an­skil­inni um­sögn Banda­ríkja­manns­ins Laken Arnold, sem er skrifuð á frem­ur bjagaðri ís­lensku – en ís­lensku samt sem áður.

Er­ind­in eru öll mislöng en nefna flest svipuð atriði – að hval­ir séu gáfaðar líf­ver­ur, ís­lenskt efna­hags­kerfi hagn­ist lítið sem ekk­ert á hval­veiðum og að hval­ir séu mik­il­væg­ir fyr­ir vist­kerfi sjáv­ar, svo fátt sé nefnt. Þó hrósa nokkr­ir feg­urð lands­ins jafnóðum.

Þá má þess geta að Imo­gen Sawyer, hjá Paul Wat­son-sam­tök­un­um, skilaði um­sögn til Alþing­is um frum­varpið en Sawyer var viðstödd þegar Ana­hita Baba­ei og El­issa Biou mót­mæltu úr tunn­um hval­veiðiskip­anna Hval 8 og 9 í haust. Í er­indi sínu nefn­ir hún m.a. að hval­veiðar brjóti ít­rekað í bága við lög um vel­ferð dýra.

Imogen Sawyer hjá Paul Watson-samtökunum.
Imo­gen Sawyer hjá Paul Wat­son-sam­tök­un­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Viti sínu fjær að sjá hvala­kjöt á mat­seðli

Sarah Bußmann nokk­ur seg­ir eft­ir­far­andi í sinni um­sögn um frum­varpið sem send var inn í dag:

„Mig hef­ur ávallt langað að heim­sækja Ísland vegna þess að nátt­úr­an ykk­ar er ævi­fög­ur. En það eru fjöl­marg­ar áhyggj­ur uppi er tengj­ast lög­um ykk­ar um vel­ferð dýra, eins og blóðmör og sér­stak­lega hval­veiðar, sem ég bið ykk­ur um að binda enda á fyr­ir fullt og allt.“

Wen­dy De­beck55 ára kanadísk­ur rík­is­borg­ari, seg­ist þrábiðja stjórn­völd um að banna hval­veiðar.

„Tengda­dótt­ir mín er ný­kom­in heim frá ykk­ar fal­lega landi, viti sínu fjær að sjá hval­kjöt á mat­seðli. Hún sér eft­ir því að hafa ekki verið svo for­sjál að taka mynd­band á þeirru stundu af sér standa upp og yf­ir­gefa veit­ingastaðinn – hún sér eft­ir því að hafa ekki deilt þessu á sam­fé­lags­miðlum. Þetta er hræðileg­ur hlut­ur sem þið leyfið, og smán­ar­blett­ur á því sem ann­ars er glæsi­legt land,“ skrif­ar De­beck. 

Andrew Ing­ham nokk­ur, sem get­ur ekki þjóðern­is síns, nefn­ir í sinni um­sögn að „hval­ir eru gíf­ur­lega fé­lags­lynd­ar og afar gáfað ver­ur sem finna fyr­ir ótta, sárs­auka og syrgja missi ætt­ingja sinna eins og fíl­ar“. Hann held­ur áfram:

„Ef þú vilt bjarga heim­in­um frá lofts­lagskrís­unni, kjóstu með þessu frum­varpi, þar sem [hval­veiðar] hjálpa hvorki ís­lensku efna­hags­kerfi né Íslend­ing­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina