Opnaði söluútibú í húsakynnum Gæslunnar

Reynir Brynjarsson viðhaldsskipulagsstjóri (t.v.) og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar við …
Reynir Brynjarsson viðhaldsskipulagsstjóri (t.v.) og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar við söluútibú hins fyrrnefnda. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Reyn­ir Brynj­ars­son, viðhalds­skipu­lags­stjóri hjá Land­helg­is­gæsl­unni, tók sig til á dög­un­um og opnaði lítið sölu­úti­bú Bleiku slauf­unn­ar hjá Land­helg­is­gæsl­unni,“ seg­ir í fær­lsu á Face­book-síðu Land­helg­is­gæslu Íslands.

Fram kem­ur að starfs­fólk Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafi ekki látið sitt eft­ir liggja og tók sér­lega vel í fram­tak Reyn­is sem hef­ur þurft að venja kom­ur sín­ar að und­an­förnu í hús­næði Krabba­meins­fé­lags­ins til að fylla á birgðirn­ar því sal­an fór fram úr björt­ustu von­um.

Stofn­un­in hef­ur eins og mörg fyr­ir­tæki og stofn­an­ir haldið bleika dag­inn hátíðleg­an í dag og mætti starfs­fólk í bleiku og gæddi sér á bleik­um eft­ir­rétt­um í til­efni dags­ins.

Reyn­ir lét ekki duga að selja slauf­una hjá eig­in stofn­un held­ur leit hann einnig við hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, Neyðarlín­unni, Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg og Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, en þess­ir aðilar eru all­ir til húsa á sama stað og Land­helg­is­gæsl­an í Skóg­ar­hlíð.

„Hjarta Bleiku slauf­unn­ar í ár er slag­orðið Ver­um bleik – fyr­ir okk­ur öll, en það vís­ar til mátt­ar­ins sem er fólg­inn í sýni­legri sam­stöðu. Fram­tak Reyn­is rím­ar sann­ar­lega við slag­orð verk­efn­is­ins. Við hjá Land­helg­is­gæsl­unni erum stolt af okk­ar manni fyr­ir þessa vask­legu fram­göngu og von­um að sem flest­ir styðji þetta brýna verk­efni Krabba­meins­fé­lags­ins,“ seg­ir í færsl­unni.

Öllum boðið bleik bakkelsi í dag.
Öllum boðið bleik bakk­elsi í dag. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Starfsfólk Gæslunnar naut sín í dag.
Starfs­fólk Gæsl­unn­ar naut sín í dag. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is