Stórbætt aðstaða fyrir flokkunina

Í nýrri móttökumiðstöð getur fólk skilað af sér flokkuðum úrgangi …
Í nýrri móttökumiðstöð getur fólk skilað af sér flokkuðum úrgangi á yfirbyggðu svæði. Ljósmynd/Aðsend

„Kröf­ur al­menn­ings hafa breyst. Þarna verður betri aðstaða og fólki gefst meiri tími til að flokka,“ seg­ir Jón Viggó Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri Sorpu.

Ný mót­töku­stöð Sorpu verður opnuð í lok árs 2024 við Lambhaga­veg 14 gangi áætlan­ir Sorpu eft­ir. Stöðin verður skammt frá stór­versl­un Bauhaus og mun þjóna íbú­um í stór­um hverf­um á borð við Grafar­holt, Grafar­vog og Úlfarsár­dal. Hún kem­ur í stað stöðvar­inn­ar við Sæv­ar­höfða sem verður lokað vegna upp­bygg­ing­ar á því svæði.

Ljós­mynd/​Aðsend

Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um verður þessi nýja mót­töku­stöð mun þægi­legri í notk­un en þær sem fólk á nú að venj­ast. Hún er byggð í hring og yf­ir­byggð að hluta. Þannig verður mun betra um­ferðarflæði um stöðina og skjól verður til að skila af sér úr­gangi. Ekki verður vanþörf á nú þegar rík­ari kröf­ur eru gerðar til al­menn­ings um flokk­un og end­ur­vinnslu en verið hef­ur.

Ljós­mynd/​Aðsend

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: