Víða bleik sjávarútvegsfyrirtæki

Í tilefni af bleika deginum færði Vísir hf. öllum konum …
Í tilefni af bleika deginum færði Vísir hf. öllum konum sem starfa hjá félaginu bleiku slaufuna. Ljósmynd/Vísir hf.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins hafa mörg hver tekið þátt í bleik­um degi í dag sem hald­inn til stuðnings kvenna sem greinst hafa með krabba­mein. Þá hef­ur bleika slauf­an, ár­legt ár­verkni- og fjár­öfl­un­ar­átak Krabba­meins­fé­lags­ins til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­mein­um hjá kon­um, víða verið sjá­an­leg.

Starfs­menn sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar (Berg­ur, Berg­ur-Hug­inn og Vís­ir) mættu mörg hver í bleiku og var í öll­um fé­lög­um boðið upp á bleikt kaffi. Öllum kon­um sem starfa hjá Síld­ar­vinnlunni fengu bleiku slauf­una að gjöf, en ágóði af sölu hals­men­anna renn­ur til starf­semi Krabba­meins­fé­lags­ins.

Starfsmenn Síldarvinnslunnar mættu í bleiku líkt og starfsmenn fjölda sjávarútvegsfyrirtækja …
Starfs­menn Síld­ar­vinnsl­unn­ar mættu í bleiku líkt og starfs­menn fjölda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem tóku þátt í bleik­um degi. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lag­inu Vísi í Grinda­vík, en þar færði Pét­ur Haf­steinn fram­kvæmda­stjóri ásamt Anítu Ágústs­dótt­ur kon­um sem starfa hjá Vísi bleiku slauf­una í kaffi­tím­an­um í dag og fylgdu bleik­ar kök­ur með föstu­dagskaff­inu.

Í færslu á Face­book skrif­ar Vís­ir að Krabba­meins­fé­lagið sinn­ir „afar mik­il­vægu starfi sem er okk­ur mörg­um kært en fé­lagið styður fólk með krabba­mein og aðstand­end­ur þeirra með ókeyp­is ráðgjöf, styrkja ís­lensk­ar krabba­meins­rann­sókn­ir, sinna ým­iss kon­ar fræðslu, for­varn­ar­starfi, nám­skeiðahaldi og fleiru, sem og sinna hags­muna­gæslu og beita sér fyr­ir bættri aðstöðu fyr­ir fólk með krabba­mein. Það var gam­an að sjá hversu marg­ir starfs­menn mættu í bleiku í dag til að vekja at­hygli á átaki bleiku slauf­unn­ar og sýna þannig sam­stöðu með öll­um kon­um sem greinst hafa með krabba­mein.“

Bleika slaufan var veitt öllum konum sem starfa hjá samstæðu …
Bleika slauf­an var veitt öll­um kon­um sem starfa hjá sam­stæðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Ljós­mynd/​Vís­ir hf.

Í bleik­um sokk­um

Fisk­vinnsl­an Íslands­saga á Suður­eyri hélt einnig upp á dag­inn og bauð dýr­ind­is bleika tertu á kaffi­stof­unni. „Færðum starfs­mönn­um Íslands­sögu bleiku slauf­una í til­efni af bleika deg­in­um, af því að við vit­um að all­ur ágóðinn af söl­unni renn­ur á rétt­an stað,“ skrif­ar Óðinn Gests­son fram­kvæmda­stjóri fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins á Face­book.

Útgerðarfé­lagið Eskja bauð upp á bleikt morgunkaffi. „Starfs­fólk okk­ar mætti í bleik­um föt­um til vinnu í dag og átt­um við nota­lega stund sam­an á kaffi­stof­unni. Við hvetj­um að sjálf­söfðu alla til að taka þátt í deg­in­um og klæðast bleiku í dag, kaupa Bleiku slauf­una og sýna sam­stöðu,“ sagði í færslu fé­lags­ins á sam­fé­lags­miðlum.

Ýmis þjón­ustu­fyr­ir­tæki sjáv­ar­út­vegs hafa ekki látið sig vanta og ákváðu starf­menn Vélfags að mæta í bleik­um sokk­um í til­efni dags­ins.

Víða hafa verið veglegar veitingar í boði á kaffistofum og …
Víða hafa verið veg­leg­ar veit­ing­ar í boði á kaffi­stof­um og var Vís­ir eng­in und­an­tekn­ing. Ljós­mynd/​Vís­ir hf.
Vegleg kaka var í boði hjá Eskju í dag.
Veg­leg kaka var í boði hjá Eskju í dag. Ljós­mynd/​Eskja
Starfsmenn Vélfags mættu í eins sokkum.
Starfs­menn Vélfags mættu í eins sokk­um. Ljós­mynd/​Vélfag
mbl.is