Njóta góðs af mannauði og aðstæðum í Eyjum

Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, segir mannauðinn mikilvægan þegar laxeldi er …
Lárus Ásgeirsson, stjórnarformaður Laxeyjar, segir mannauðinn mikilvægan þegar laxeldi er annars vegar. Ljósmynd/Aðsend

Risa­stór land­eld­is­stöð mun rísa í Vest­manna­eyj­um á landi sem varð til í eld­gos­inu. Mik­il reynsla heima­manna af út­gerð, fisk­vinnslu og markaðssetn­ingu sjáv­ar­fangs styrk­ir starf­sem­ina.

Í Vest­manna­eyj­um býr stór­huga fólk sem bíður ekki boðanna þegar áhuga­verðar viðskipta­hug­mynd­ir láta á sér kræla. Sést þetta vel á viðskipta­áætl­un fyr­ir­tæk­is­ins Lax­ey (áður Icelandic Far­med Salmon) sem hyggst reisa þar land­eld­is­stöð, fram­leiða allt að 27.000 tonn af slægðum laxi ár hvert og skapa at­vinnu fyr­ir um 120 manns.

Seiðaeldisstöðin er að verða klár. Vissara þótti að Laxey yrði …
Seiðaeld­is­stöðin er að verða klár. Viss­ara þótti að Lax­ey yrði ekki háð kaup­um á seiðum annarra. Ljós­mynd/​Aðsend

Lár­us Ásgeirs­son er stjórn­ar­formaður Lax­eyj­ar og seg­ir hann í síðasta blaði 200 mílna verk­efnið eiga sér fjög­urra ára sögu. „Frum­kvöðlarn­ir Daði Páls­son og Hall­grím­ur Steins­son höfðu gengið með þessa hug­mynd í mag­an­um, hvor í sínu lagi, þó að land­eldi hefði ekki verið jafn­mikið í umræðunni og það er í dag. At­vik­ast mál­in þannig að einn dag­inn byrja Daði og Hall­grím­ur að spjalla sam­an um mögu­leik­ann á eld­is­stöð í Eyj­um og er það þá sem hug­mynd­in fær vængi.“

Spurður um mögu­leg­ar hindr­an­ir og flösku­hálsa seg­ir Lár­us að all­ar spár séu sam­mála um að eft­ir­spurn eft­ir eld­islaxi muni halda áfram að aukast mun hraðar en fram­boðið, og því lít­il hætta á að illa gangi að koma vöru Lax­eyj­ar í verð.

„En það á við fisk­eldi eins og ann­an rekst­ur að við erum háð því að þurfa góðan mannauð til að reka og þjón­usta stöðvarn­ar. Þró­un­in í grein­inni hef­ur verið ör og fáir hér á landi sem búa að mik­illi þekk­ingu á fisk­eldi, svo að lík­leg­ast mun­um við fyrst um sinn þurfa að sækja okk­ur þessa þekk­ingu er­lend­is frá. Er brýnt að iðnaður­inn taki hönd­um sam­an til að renna enn betri stoðum und­ir vöxt kom­andi ára og vinni með ís­lenska mennta­kerf­inu að því að stór­efla mennt­un á sviði fisk­eld­is.“

Viðtalið við Lár­us má nálgats í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: