Hættir eftir 32 ár við Slysavarnaskóla sjómanna

Tryggja þarf að á sjónum séu menn sem hafa visku …
Tryggja þarf að á sjónum séu menn sem hafa visku til að mæta aðstæðum sem upp geta komið, segir Hilmar Snorrason. mbl.is/Sigurður Bogi

„Sá ár­ang­ur í slysa­vörn­um á meðal sjó­manna sem náðst hef­ur sést best í fækk­un slysa. Marg­ir sam­verk­andi þætt­ir koma hér til, en mestu ræður alltaf að við störf og stjórn­völ séu menn sem hafa visku til að mæta þeim aðstæðum sem upp geta komið,“ sagði Hilm­ar Snorra­son, frá­far­andi skóla­stjóri Slysa­varna­skóla sjó­manna, í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Skóla­stjóra­starf­inu, sem Hilm­ar hef­ur gegnt síðastliðin 32 ár, læt­ur hann af nú um mánaðamót­in. Nærri sjö­tugs­aldri tek­ur við nýr kafli í líf­inu og þau Hilm­ar og Áslaug Krist­ín Han­sen eig­in­kona hans flytj­ast bú­ferl­um til Spán­ar á næstu vik­um. Bogi Þor­steins­son aðstoðarskóla­stjóri tek­ur við kefl­inu af Hilm­ari.

Björgunaræfing sjómanna.
Björg­un­aræf­ing sjó­manna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Stund­um ger­ist mikið með ein­föld­um breyt­ing­um,“ seg­ir Hilm­ar.

Hann rifjar upp að þegar hans af­skipti af þess­um mál­um hóf­ust um árið 1990 hafi slys til sjós verið um 800 á ári. Þegar gerðir voru kjara­samn­ing­ar milli sjó­manna og út­gerðar um þetta leyti hafi verið sett inn ákvæði um staðgengils­laun. Inn­tak þess var að ef sjó­maður veikt­ist eða slasaðist við störf þá skyldi hann fá sömu laun og sá sem kæmi í hans stað. Þetta hafi breytt miklu og til­kynn­ing­um um slys hafi fjölgað. Mynd­in hafi orðið skýr­ari og þarna komið hvati til þess að skrá öll slys. Slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi gert starf að slysa­vörn­um mark­viss­ara.

Rætt var við Hilm­ar í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: