Sjósettu nýjan Hákon ÞH í Póllandi

Nýr Hákon ÞH var sjósettur í Gdansk. Nokkuð er í …
Nýr Hákon ÞH var sjósettur í Gdansk. Nokkuð er í að skipið verði fullklárt til veiða. Ljósmynd/Gjögur hf.

Ný­smíðað upp­sjáv­ar­skip Gjög­urs hf., nýr Há­kon ÞH, var sjó­sett í Kar­sten­sens skipa­smíðastöðinni í Gdansk í Póllandi á föstu­dag við hátíðlega at­höfn. Áætlað er að af­hend­ing skips­ins fari frma í apríl 2025.

Skrúfa skips­ins er fjór­ir metr­ar í þver­mál og er um borð 5.200 kW aðal­vél frá Wärt­stilä. Skipið er 75,4 metra að lengd og 16,5 metra að breidd.

Gera út þrú skip

Gjög­ur býr yfir nokkr­um upp­sjáv­ar­heim­ild­um og fer með um 4,7% afla­heim­ilda í norsk-ís­lenskri síld, 3,7% í mak­ríl og 4,7% í kol­munna. Í bol­fiski er út­gerðin með 2,57% af þorskkvót­an­um, 2,8% af kvóta í ýsu, 1,1% í ufsa og 2,4% í karfa, auk hlut­deilda í fleiri teg­und­um.

Útgerðin ger­ir út þrjú skip, tog­ar­ana Áskel ÞH og Vörð ÞH og nóta­skipið Há­kon EA.

Hátíðleg athöfn var við sjósetningu Hákons ÞH.
Hátíðleg at­höfn var við sjó­setn­ingu Hákons ÞH. Ljós­mynd/​Gjög­ur hf.
Ljós­mynd/​Gjög­ur hf.


 




mbl.is