Á einhver svar við Jokic?

Serbneski miðherjinn Nikola Jokic fór fyrir meistaraliði Denver Nuggets á …
Serbneski miðherjinn Nikola Jokic fór fyrir meistaraliði Denver Nuggets á síðasta tímabili og er áfram líklegur til afreka. AFP

Bandaríkjamenn hafa oft á orði að því meir sem hlutir breytist, haldist þeir óbreyttir.

Það var ekki laust við að maður hugsaði til þess þegar kom að því að skrifa yfirlit um liðin í NBA-deildinni í fertugasta sinn á þessum síðum, en fyrstu leikirnir á keppnistímabilinu fara fram í nótt.

Fyrir utan árangur Chicago Bulls og barning liðsins við sterk lið Vesturdeildarinnar á tíunda áratugnum hefur deildakeppnin í NBA undanfarna fjóra áratugi einkennst af fleiri sterkari liðum í Vesturdeildinni en austanmegin.

Jú, bæði Boston Celtics og Milwaukee Bucks virðast vera sterk meistaraefni, en þegar litið er vestur á bóginn virðast allavega fjögur lið geta farið alla leið þegar í úrslitakeppnina kemur næsta vor. Denver Nuggets, Los Angeles Lakers, Phoenix Suns og Golden State Warriors eru allt lið sem gætu blandað sér í toppbaráttuna í Vesturdeildinni.

mbl.is