Sala rafbíla jafnvel talin munu hrynja

Nýir bílar í Sundahöfn.
Nýir bílar í Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Frá árs­byrj­un 2020 hef­ur heim­ild til að fella niður virðis­auka­skatt á raf­bíla numið að há­marki 1.560 þúsund­um. Upp­hæðin var lækkuð í 1.320 þúsund á þessu ári. Þá voru lögð 5% vöru­gjöld á raf­bíla og ten­gilt­vinn­bíla um síðustu ára­mót. Það sam­svar­ar um 250 þúsund krón­um á sex millj­ón króna bíl miðað við inn­flutn­ings­verð.

Frá næstu ára­mót­um verður hins veg­ar hægt að sækja um allt að 900 þús. í styrk vegna kaupa á raf­bíl­um, ef áform stjórn­valda ganga eft­ir.

Bene­dikt Eyj­ólfs­son, for­stjóri og eig­andi Bíla­búðar Benna, seg­ir muna um styrk­inn. Níu hundruð þúsund sam­svari nærri 20% af kaup­verði fimm millj­ón króna bíls og nærri 10% af kaup­verði 10 millj­ón króna bíls.

Spurður hvaða áhrif það hefði haft á sölu nýrra raf­bíla á Íslandi, ef eng­ir styrk­ir hefðu verið í boði frá næstu ára­mót­um, seg­ir Bene­dikt að þá hefði hægt mjög á söl­unni. Hún hefði hins veg­ar ekki stöðvast.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: