Samþykktu hækkun vaxta í 13%

Iceland Seafood rekur fiskvinnlur víða um heim. Rekstur dótturfélagsins í …
Iceland Seafood rekur fiskvinnlur víða um heim. Rekstur dótturfélagsins í Bretland hefur verið seldur. (Mynd tengist f´rettinni ekki beint). Ljósmynd/Iceland Seafood

All­ir kröfu­haf­ar Ice­land Sea­food samþykktu sölu á rekstri breska dótt­ur­fé­lags sam­steyp­unn­ar á fundi í dag. Hafði fé­lagið boðið kröfu­höf­um hærri vexti feng­ist sal­an samþykkt og féllust þeir á til­lögu Ice­land Sea­food um 13% ár­lega vexti.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Ice­land Sea­food til kaup­hall­ar­inn­ar að um sé að ræða hand­hafa ákveðinna skulda­bréfa að verðmæti 3,4 millj­arða ís­lenskra króna.

Sal­an á rekstri Ice­land Sea­food UK mun því að öll­um lík­ind­um fara fram á næst­unni en sölu­v­irðið er aðeins eitt þúsund pund. Mikl­ir erfiðleik­ar hafa verið í rekstr­in­um und­an­far­in ár.

mbl.is