Fyrrverandi barnastjarna dæmd í fangelsi

Zachery Ty Bryan hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Zachery Ty Bryan hefur ekki átt sjö dagana sæla. Samsett mynd

Banda­ríski leik­ar­inn Zachery Ty Bry­an, sem gerði garðinn fræg­an með hlut­verki sínu í þáttaröðinni Home Improvement á tí­unda ára­tugn­um, hef­ur verið dæmd­ur í sjö daga fang­elsi fyr­ir heim­il­isof­beldi, áreitni og rán. Leik­ar­inn var hand­tek­inn ná­lægt heim­ili sínu á Lag­una Beach í lok júlí­mánaðar. 

Bry­an, 42 ára, kom fram fyr­ir rétti í Or­egon á miðviku­dag og játaði sök. Ásamt sjö daga fang­elsis­vist hlaut hann einnig 36 mánaða skil­orðsbund­inn dóm og verður að sæta áfeng­is- og fíkni­efnameðferð. 

Leik­ar­inn hef­ur áður kom­ist í kast við lög­in og var meðal ann­ars hand­tek­inn árið 2020 fyr­ir lík­ams­árás, en þá gerðist hann sek­ur um að hafa reynt að kyrkja konu.

Bry­an er sjö barna faðir. 

mbl.is