Hleypur til styrktar heftum ungum konum

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé að loknu Berlínarmaraþoninu í fyrra.
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé að loknu Berlínarmaraþoninu í fyrra.

Hlaupa- og skíðakon­an Hall­dóra Gyða Matth­ías­dótt­ir Proppé hef­ur lengi haft það að leiðarljósi að láta gott af sér leiða í tengsl­um við hreyf­ing­una. Hún er sendi­herra styrkt­ar­sam­tak­anna Frels­is til að hlaupa (e. Free to Run) á Íslandi og um aðra helgi, sunnu­dag­inn 5. nóv­em­ber, hleyp­ur hún New York-maraþonið til styrkt­ar sam­tök­un­um. Mark­mið henn­ar er að safna 3.500 doll­ur­um, um 500 þúsund krón­um.

Lög­fræðing­ur­inn Stephanie Case stofnaði Free to Run 2014 með það að mark­miði að þrýsta á sam­fé­lags­leg­ar breyt­ing­ar á kynj­a­regl­um, þar sem þess er þörf, með því að styðja ung­ar kon­ur í stríðshrjáðum lönd­um til að fá tæki­færi til að taka þátt í úti­hreyf­ingu og efla þannig sjálfsímynd þeirra og for­ystu. „Kon­ur í Af­gan­ist­an mega til dæm­is ekki fara út úr húsi til þess að hreyfa sig, þær mega ekki fara í skóla og mega bara ekki gera neitt,“ bend­ir Hall­dóra á.

Áheit­in óskert til sam­tak­anna

Sendi­herr­ar sam­tak­anna safna pen­ing­um fyr­ir þau. Fyr­ir tveim­ur árum hljóp Hall­dóra 330 km í fjalla­hlaup­inu Tor Des Gé­ants á Ítal­íu. Þar sá hún Stephanie Case byrja 450 km hlaup. Í því voru 60 þátt­tak­end­ur og þar af þrjár kon­ur. Ná þarf ákveðnum tíma í 330 km hlaup­inu til að öðlast þátt­töku­rétt í lengra og erfiðara hlaup­inu. „Það er til miklu klikkaðra fólk en ég, hugsaði ég með mér,“ seg­ir Hall­dóra og bæt­ir við að Stephanie Case hafi hlaupið fyr­ir Free to Run. „Við verðlauna­af­hend­ing­una fékk hún ávís­un, sem voru áheit fyr­ir sam­tök­in. Í fram­haldi kynnti ég mér þessi sam­tök og ákvað í fyrra að sækja um að verða sendi­herra þeirra.“ Þau starfa nú í Af­gan­ist­an, Írak og Palestínu en hafa líka verið í Hong Kong, Kongó og Suður-Súd­an. „Yfir 5.000 ung­ar kon­ur hafa tekið þátt í verk­efn­inu frá upp­hafi.“

Fyrsta maraþon Hall­dóru var 2011 og hún hef­ur ekki litið til baka síðan, er á leið í 11. maraþonið sitt og hef­ur að auki tekið þátt í sex Ironman-keppn­um. Hún hef­ur gengið, hlaupið, hjólað, synt og skíðað til styrkt­ar góðum mál­efn­um eins og til dæm­is Bláa hern­um, Um­hyggju og Ljós­inu. „Það er svo gott og fal­legt að gefa af sér og ég geri það sam­fara hreyf­ingu minni.“ Í fyrra safnaði hún 1.000 doll­ur­um fyr­ir sam­tök­in og hljóp þá meðal ann­ars Berlín­ar­m­araþonið í Free to Run-boln­um. Hún legg­ur áherslu á að áheit­in renni óskert til þeirra. „Ég greiði all­an kostnað vegna ferðar­inn­ar til New York og þátt­töku í hlaup­inu úr eig­in vasa.“

Þrjár kon­ur frá Af­gan­ist­an, Fatima, Za­hra og Hasina, eru skráðar í New York-maraþonið. Hall­dóra seg­ir að þær hafi verið virk­ar í Free to Run und­an­far­in ár. Það hafi veitt þeim tæki­færi til að búa og starfa í Norður-Am­er­íku. „Þær hlaupa fyr­ir kon­urn­ar í Af­gan­ist­an sem fá ekki að hreyfa sig og það er svo fal­legt en hlaup þeirra er líka vald­efl­andi fyr­ir þær og það hef­ur svo mikið að segja.“

Hall­dóra hef­ur þegar safnað um 1.500 doll­ur­um, en heita má á mál­efnið á net­inu ( mbl.is/​go/​9xhmf ). „Margt smátt ger­ir eitt stórt,“ seg­ir hún.

mbl.is