Nýr samningur gerður um Herjólf

Bergþóra Þorkelsdóttir og Íris Róbertsdóttir skrifa undir samninginn.
Bergþóra Þorkelsdóttir og Íris Róbertsdóttir skrifa undir samninginn. Ljósmynd/Vegagerðin

Skrifað var und­ir end­ur­nýjaðan þjón­ustu­samn­ing um rekst­ur Herjólfs í gær en það gerðu Bergþóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar og Íris Ró­berts­dótt­ir bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

Samn­ing­ur­inn gild­ir frá 1. janú­ar 2024 til 31. des­em­ber 2026 með mögu­leika á fram­leng­ingu í tvö ár til viðbót­ar. Hann bygg­ist á reynslu síðustu ára í rekstri Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs sem Herjólf­ur ohf. hef­ur séð um fyr­ir Vest­manna­eyja­bæ. Verðmæti samn­ings­ins er áætlað á árs­grund­velli 818 millj­ón­ir króna en er háð fjár­veit­ing­um rík­is­sjóðs á hverju ári.

Lær­dóms­rík reynsla

Fram kem­ur á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar að reynsla í rekstri skips­ins hafi verið lær­dóms­rík þar sem verið sé að láta reyna á nýja tækni á raf­magns­knúnu skipi, ten­gilt­vinn­ferju. Skipið hafi reynst vel í alla staði og horfi aðilar samn­ings bjart­sýn­ir fram á veg í framtíð sigl­inga með Herjólfi á milli lands og Eyja.

Fram kom í sept­em­ber að rekstr­ar­tekj­ur Herjólfs ohf. námu tæp­um 1,9 millj­örðum króna á síðasta ári og juk­ust um 200 millj­ón­ir frá fyrra ári. Rekstr­ar­gjöld námu 1,9 millj­örðum króna en námu 1,4 millj­örðum árið áður. Fram­lag rík­is­sjóðs nam 766 millj­ón­um króna og seld þjón­usta 986 millj­ón­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: