Breytt viðhorf gagnvart afbrotum

Algengara er orðið að fólk horfi á fíknivanda sem heilbrigðisvanda.
Algengara er orðið að fólk horfi á fíknivanda sem heilbrigðisvanda. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðhorf Íslend­inga til brota gegn fíkni­efna­lög­gjöf­inni hef­ur umbreyst á síðustu árum og telja nú fleiri of­beld­is­glæpi, kyn­ferðis­brot og efna­hags­brot vera stærri vanda­mál en fíkni­efna­laga­brot.

Þá hef­ur hlut­fall þeirra sem styðja af­glæpa­væðingu neyslu­skammta og lög­leiðingu kanna­bis­efna farið hækk­andi og má sjá af­ger­andi mun milli ár­anna 2019 og 2023.

Þetta sýna niður­stöður þjóðmálak­ann­ana Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands. Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í af­brota­fræði við HÍ, er einn af þeim sem stóðu að baki könn­un­un­um en hann hef­ur stundað rann­sókn­ir í þess­um mála­flokki í meira en þrjá ára­tugi. Hann mun kynna niður­stöðurn­ar ásamt Jónasi Orra Jónas­syni, sér­fræðingi hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, á ráðstefnu Þjóðarspeg­ils­ins í þess­ari viku.

„Mik­il­vægið í mæl­ing­um af þessu tagi felst í að átta sig á rétt­ar­vit­und Íslend­inga. Í lýðræðis­sam­fé­lagi skipt­ir máli að lög­gjöf­in og fram­kvæmd lög­gjaf­ar­inn­ar end­ur­spegli grund­vall­ar­viðhorf þjóðar­inn­ar – siðferðisviðhorf og rétt­ar­vit­und þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Helgi. „Þess­ar kann­an­ir eru til­raun til að koma á þessu sam­ráði, taka púls­inn á þjóðinni.“

60% hlynnt af­glæpa­væðingu

Helgi seg­ir niður­stöður nýj­ustu kann­ana sýna áhuga­verðar breyt­ing­ar á af­stöðu Íslend­inga síðustu ár. Þannig lýstu um 60% svar­enda sig fylgj­andi af­námi refs­inga fyr­ir vörslu á fíkni­efn­um til eig­in nota í síðustu tveim­ur mæl­ing­um, árin 2021 og 2023, sam­an­borið við um 35% svar­enda árið 2019.

„Íslend­ing­ar eru farn­ir að horfa á fíkni­efna­vand­ann meira sem fé­lags- og heil­brigðis­vanda en minna sem saka­mál og það eigi í raun og veru að taka öðru­vísi á þess­um vanda. […] Þetta virðist vera orðin út­breidd afstaða meðal þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Helgi og bæt­ir við: „Menn eru líka farn­ir að sjá og upp­götva að við get­um ekki komið í veg fyr­ir að fíkni­efni séu í sam­fé­lag­inu, sem var þessi áhersla lengi vel á 20. öld­inni.“

Þá hef­ur afstaða til lög­leiðing­ar kanna­bis­efna einnig tekið breyt­ing­um. Árið 2014 sögðust 16% fylgj­andi lög­leiðing­unni, árið 2019 var hlut­fallið komið upp í 26%, árið 2021 var það 37% og í ár hef­ur það hækkað upp í 41%.

„Á síðustu tíu árum og þá kannski sér­stak­lega síðustu fjór­um árum hafa átt sér stað mikl­ar af­stöðubreyt­ing­ar,“ seg­ir Helgi og tek­ur fram að bylgja lög­leiðinga kanna­bis­efna vest­an­hafs kunni að hafa áhrif. Þá hafi umræða um notk­un kanna­bis­efna í meðferðar- og lækn­inga­skyni einnig verið meira áber­andi.

Vörslu­brot ekki í for­gangi

Helgi vek­ur at­hygli á að sam­hliða því sem stuðning­ur þjóðar­inn­ar eykst við af­glæpa­væðingu þá hafi lög­gjaf­ar­valdið „hálfpart­inn“ hafið af­glæpa­væðingu. Nefn­ir hann í því sam­hengi þegar regl­um um saka­skrá var breytt árið 2018 með þeim hætti að minni­hátt­ar varsla á fíkni­efn­um fari ekki leng­ur á saka­skrá ein­stak­linga. „Rík­is­sak­sókn­ara­embættið breytti í raun verklagi sínu í átt að af­glæp­un. Þegar minni­hátt­ar vörslu­mál koma upp þá er bara sekt og málið dautt við greiðslu.“

Þá sé lög­regl­an ekki með vörslu­brot í for­gangi hjá sér. Fókus­inn sé miklu frek­ar á skipu­lagða brot­a­starf­semi í kring­um fíkni­efnainn­flutn­ing, fíkni­efna­fram­leiðslu og sölu.

Of­beldi meira áhyggju­efni

Þegar litið er til mæl­inga sem hafa verið gerðar á áhyggj­um Íslend­inga af af­brot­um hér á landi má einnig sjá ákveðin stakka­skipti síðustu ár, ann­ars veg­ar í viðhorfi til fíkni­efna­laga­brota og hins veg­ar til of­beld­is­brota.

Í könn­un­um sem fram­kvæmd­ar voru árin 1989, 2002, 2012 og 2019, þar sem þátt­tak­end­ur voru spurðir hvaða af­brot þeir teldu mesta vanda­málið hér á landi, svöruðu flest­ir fíkni­efna­neysla og fíkni­efna­brot. Aðrir svar­mögu­leik­ar voru kyn­ferðis­brot, þjófnaður/​inn­brot, efna­hags­brot/​fjár­svik og of­beldi/​lík­ams­árás­ir.

Í mæl­ing­unni sem fram­kvæmd var í sum­ar töldu aft­ur á móti 20% svar­enda fíkni­efna­neyslu og fíkni­efna­laga­brot vera mesta vanda­málið. Þá sögðu 4% þjófnað og inn­brot vera mesta vanda­málið, 22% sögðu efna­hags­brot, 24% sögðu kyn­ferðis­brot og 29% sögðu of­beldi og lík­ams­árás­ir.

Þess má geta að í fyrri könn­un­um höfðu svar­end­ur mun minni áhyggj­ur af of­beld­is­brot­um í sam­an­b­urði við önn­ur af­brot.

Árið 1989 töldu 14% svar­enda of­beld­is­brot mesta vanda­málið, árið 2002 var hlut­fallið 15%, árið 2012 var það 13% og árið 2019 var það komið niður í 6%.

„Það hef­ur verið áhuga­vert að fylgj­ast með þess­ari þróun. Ef við tök­um 20. öld­ina og fram­an af 21. öld­inni, þá eru það fíkni­efni sem eru fyrst og fremst sá vandi sem menn ótt­ast. […] Nú á allra síðustu miss­er­um hef­ur fókus­inn verið að fær­ast yfir á of­beld­is­brot­in. Það er end­ur­spegl­un á því sem hef­ur verið að ger­ast í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Helgi og tek­ur sem dæmi al­var­leg mann­dráps­mál á borð við Rauðagerðismálið, auk­inn hnífa­b­urð, hópa­mynd­an­ir og Banka­stræt­is club-málið.

„Þetta er raun­veru­leg breyt­ing sem er að eiga sér stað – við höf­um áhyggj­ur af þess­ari of­beld­isþróun.“

mbl.is