Breytt viðhorf gagnvart afbrotum

Algengara er orðið að fólk horfi á fíknivanda sem heilbrigðisvanda.
Algengara er orðið að fólk horfi á fíknivanda sem heilbrigðisvanda. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðhorf Íslendinga til brota gegn fíkniefnalöggjöfinni hefur umbreyst á síðustu árum og telja nú fleiri ofbeldisglæpi, kynferðisbrot og efnahagsbrot vera stærri vandamál en fíkniefnalagabrot.

Þá hefur hlutfall þeirra sem styðja afglæpavæðingu neysluskammta og lögleiðingu kannabisefna farið hækkandi og má sjá afgerandi mun milli áranna 2019 og 2023.

Þetta sýna niðurstöður þjóðmálakannana Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við HÍ, er einn af þeim sem stóðu að baki könnununum en hann hefur stundað rannsóknir í þessum málaflokki í meira en þrjá áratugi. Hann mun kynna niðurstöðurnar ásamt Jónasi Orra Jónassyni, sérfræðingi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á ráðstefnu Þjóðarspegilsins í þessari viku.

mbl.is