Aðgerðir verði að fylgja viljayfirlýsingum

Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að svartolía verði alfarið bönnuð innan 12 …
Náttúruverndarsamtök Íslands vilja að svartolía verði alfarið bönnuð innan 12 mílna landhelgi landsins. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands leggja til að ís­lensk stjórn­völd banni notk­un og flutn­ing á svartol­íu inn­an 12 mílna land­helgi Íslands sem mun úti­loka skip með svartol­íu um borð frá því að koma nær land­inu en 12 míl­ur. Þetta telja sam­tök­in vera sterk skila­boð um á áhersl­ur ís­lenskra yf­ir­valda í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni og fyr­ir bættu um­gengni við um­hverfið.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í bréfi Nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna til sjö þing­manna sem sitja þing Norður­landaráðs í Osló, en þing­hald hófst á mánu­dag og lýk­ur á morg­un. Funda­hald fer fram und­ir fyr­ir­sögn­inni „Örugg, græn og ung Norður­lönd“.

Í bréf­inu eru þing­menn­irn­ir hvatt­ir til að fylgja eft­ir til­lög­um nor­rænna um­hverf­is­ráðherra um græn­ar sigl­inga­leiðir í sam­vinnu við önn­ur ríki á Norður­lönd­um, Evr­ópu­sam­bandið og ríki á Norður­slóðum. Sam­tök­in segja þetta úrræði „áhrifa­rík­ustu aðgerð gegn bráðnun íss og jökla Norður­slóða“.

„Ekki þarf að tí­unda það hér að hlýn­un­ar­mátt­ur sótagna (e. black car­bon) sem losna við bruna á svartol­íu er 680 × meiri en los­un af sama magni kolt­ví­sýr­ings yfir 100 ára tíma­bil og hef­ur 2.200 × meiri hlýn­un­ar­mátt yfir 20 ára tíma­bil. Því er ljóst að bann við svartol­íu gæti gefið lífs­nauðsyn­legt and­rými til að tak­ast á við lofts­lags­vána, sem brátt kann að reyn­ast óviðráðan­leg ef ekki er gripið til raun­hæfra aðgerða.“

Jafn­framt vekja sam­tök­in at­hygli á tíðra yf­ir­lýs­inga nor­rænna yf­ir­valda um mik­il­vægi þess að draga úr los­un meng­andi efna frá skipaum­ferð. „Fylgja verður eft­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­um með aðgerðum.“

mbl.is