Farga hátt í milljón eldislöxum

Farga þarf öllum fisk í 12 sjókvíum.
Farga þarf öllum fisk í 12 sjókvíum.

Lax­ar í nokkr­um sjókví­um í Tálknafirði voru meðhöndlaðir í sept­em­ber með lyfj­um gegn laxal­ús en það bar lít­inn ár­ang­ur. Því þurfti að grípa til þess ráðs að farga um það bil millj­ón löx­um sem hefðu ekki þraukað vet­ur­inn vegna sára sem mynd­ast vegna ágengni lúsa.

Þetta seg­ir Berg­lind Helga Bergs­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. RÚV greindi frá í síðustu viku og Heim­ild­in greindi frá í dag.

Arn­ar­lax og Arctic Fish þurfa að farga löx­um úr alls tólf sjókví­um. Sam­kvæmt Berg­lindi voru um millj­ón lax­ar í þess­um sjókví­um í byrj­un októ­ber.

Arn­ar­lax þurfti að farga úr 6 sjókví­um, og er þeirri förg­un lokið. Arctic Fish þurfti sömu­leiðis að farga úr 6 sjókví­um, búið er að farga úr 2 sjókví­um og er förg­un úr þeirri þriðju haf­in. Förg­un hófst vik­una 16.-22. októ­ber.

Alls eru 34 sjókví­ar í öll­um firðinum og í þeim um það bil 3,5 millj­ón­ir fiska sam­kvæmt taln­ingu frá byrj­un októ­ber.

Lax­arn­ir hefðu lát­ist af sár­um sín­um

Um mánaðamót­in sept­em­ber-októ­ber snar­hækkuðu lúsa­töl­ur að sögn Berg­lind­ar og það þrátt fyr­ir að búið væri að meðhöndla fiska með lúsa­lyfj­um. Eldri lús virt­ist verða lyfj­un­um að bráð en ekki yngri lús.

Ef löx­un­um hefði ekki verið fargað þá hefðu fisk­arn­ir dáið vegna sára og sýk­inga sem koma í kjöl­far bita frá laxal­ús­un­um. Fisk­ur­inn er bit­inn og í sárið koma svo um­hverf­is­bakt­erí­ur sem gera sár­in enn um­fangs­meiri.

„Það er verið að taka út þá fiska sem geta ekki lifað vet­ur­inn af. Það er verið að vinna að því sam­hliða að ná niður lúsa­töl­um því þegar sjór­inn kóln­ar þá minnk­ar gró­and­inn í fiskn­um,“ seg­ir Berg­lind og bæt­ir við:

„Það skín bara í höfuðkúp­una á þess­um fisk­um. Það sem veld­ur dauðanum er að saltið í sjón­um fer í lík­ama fisks­ins í gegn­um sár­in og hann nær ekki að halda jóna­jafn­vægi.“

Lúsa­vand­inn víða

Berg­lind seg­ir að lúsa­vand­inn sé á fleiri stöðum en í Tálknafirði, eins og til dæm­is í Arnar­f­irði og Dýraf­irði. Lúsa­vand­inn sé þó langt­um verri í Tálknafirði en á öðrum stöðum

„Það eru sár byrjuð að mynd­ast í Arnar­f­irði og á öðrum staðsetn­ing­um. Það er verið að meðhöndla með lyfj­um og lúsameðhöndl­un­ar­bát á staðsetn­ing­um í Arnar­f­irði núna,“ seg­ir Berg­lind.

mbl.is