Kambur fyrst íslenskra fyrirtækja með UNO

Ragnar. A Guðmundsson sölustjóri Vélfags, Bjarmi A. Sigurgarðarson þróunarstjóri Vélfags, …
Ragnar. A Guðmundsson sölustjóri Vélfags, Bjarmi A. Sigurgarðarson þróunarstjóri Vélfags, Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf. og Hólmar Jóhann Hinriksson framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Kambs. Ljósmynd/Aðsend

Brim hf., Fisk­vinnsl­an Kamb­ur ehf. og Vélfag ehf. skrifuðu í dag und­ir samn­ing á Sjáv­ar­út­vegs­ráðstefn­unni um kaup á fyrstu UNO vél­inni á Íslandi, en vél­in verður sett upp í vinnslu­hús­næði Fisk­vinnsl­unn­ar Kambs í Hafnar­f­irði.

Sam­kvæmt sam­komu­lagi fyr­ir­tækj­anna hef­ur Brim tryggt sér for­kaups­rétt á fimm UNO-vél­um sem fram­leidd­ar verða, en um er að ræða eina helstu nýj­ung í fisk­vinnslu á heimsvísu, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

UNO er fisk­vinnslu­vél sem tek­ur við slæg­um fiski og sér hún síðan um að flaka, skera út beingarð,og roðrífa án ut­anaðkom­andi aðstoðar og skil­ar frá sér flök­um, til­bú­in í snyrt­ingu, ásamt auka­af­urðum. Vél­in er afrakst­ur nokk­urra ára þró­un­ar­starfs Vélfags en hún var kynnt til leiks á síðasta ári.

Framtíð sjáv­ar­út­vegs­ins

„Þetta er framtíðin fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg, sjálf­virkni sem fækk­ar hönd­um og eyk­ur gæði, hraða og af­köst. Við erum gríðarlega ánægð með þenn­an samn­ing og að vera fyrsta ís­lenska fyr­ir­tækið til að inn­leiða þessa tækni og þar af leiðandi að styðja við tækni­fram­far­ir í sjáv­ar­út­vegi“,seg­ir Hólm­ar Jó­hann Hinriks­son, fram­kvæmda­stjóri Fisk­vinnsl­unn­ar Kambs.

Gert er ráð fyr­ir að Fisk­vinnsl­an Kamb­ur fái vél­ina af­henda í fyrri hluta árs 2024.

„Þetta er stór áfangi fyr­ir Vélfag og mik­il viður­kenn­ing að Brim fjár­festi í UNO ásamt for­kaups­rétt af fimm UNO vél­um til viðbót­ar. Við finn­um við fyr­ir gríðarleg­um áhuga og eft­ir­vænt­ingu á markaðnum fyr­ir þess­ari lausn og kem­ur vél­in til með að gjör­bylta hvít­fisk­vinnslu og er ein mesta framþróun í vinnslu­tækni síðari ára, al­gjör leik­breyt­ir„ seg­ir Ragn­ar Guðmunds­son, sölu­stjóri Vélfags.

mbl.is